Froskur með lausa "húð"

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Froskur með lausa "húð"

Post by Sirius Black »

Jæja var í heimsókn hjá tengdó í dag og varð eitthvað litið inn í fiskabúrið þeirra sem að er ekki upp á marga fiska :P eru tvær sugur og svo einhver vatnafroskur, örugglega þessir venjulegu froskar sem að eru í fiskabúrum (brúnn á litinn). Hann hefur alltaf bara verið með strekkta "húð" svona eins og þeir eiga að vera en í dag var "húðin" bara laflaus á bakinu og var eins og loft undir henni og hún flaksaðist alveg til :S alveg rosalega skrítið að sjá þetta. Efa að þetta sé eðlilegt ástand á grey froskinum :shock: Var að spá hvort að einhver hérna vissi eitthvað um þessa froska og gæti kannski vitað hvað þetta gæti verið. :) en veit svo sem að þetta er náttúrulega fiskaspjall en það er aldrei að vita :)
200L Green terror búr
Post Reply