Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by Andri Pogo » 08 Oct 2009, 23:29

Vatnsskipti með slöngu

Það hafa komið upp umræður öðru hverju um vatnsskipti með slöngu og margir ekki alveg með það á hreinu hvernig á að bera sig að við þau.
Ég ákvað því að taka myndir meðan ég skipti um vatn í tveimur fiskabúrum hjá mér, til að geta sett upp nokkuð ítarlegar leiðbeiningar á þessu annars auðvelda verki.
Þetta virðist kannski í fyrstu vera vesen en þegar maður hefur náð þessu er hægt að gera þetta blindandi.

Það er auðvitað tómt rugl að vesenast með einhver ílát, sulla í búrunum og bera endalaust fram og til baka.
Það endar oft með því að vatnsskiptin verða að kvöð og í versta falli hættir maður a nenna þeim og hættir jafnvel með fiskana.

Ég ætla að sýna vatnsskipti í 25L búri annarsvegar og 720L búri hins vegar.

Byrjum á 720L

Ég nota gula garðslöngu (þær grænu eru svo stífar) og malarryksugu sem passar beint á slönguna en ég ryksuga mölina í hvert skipti sem ég skipti um vatn.
Það er hægt að ryksuga sjaldnar en mér finnst líka bara gott að hafa malarryksuguna á svo fiskarnir festist ekki við slönguendann og til að halda slöngunni í búrinu en ef bara slanga er notuð gæti hún runnið úr búrinu og niður á gólf:
Image

Til þess að vatnið geti runnið úr búrinu þarf hinn endi slöngunnar að vera lægri, því vatn rennur jú bara niður en ekki upp.
Best er að hafa hæðarmismuninn sem mestan svo vatnið renni hraðar.
Búrið hjá mér er rétt við baðherbergið og ég læt renna í baðkerið:
Image

Þá þarf að koma rennslinu af stað.
Það er hægt að sjúga í ~2sek í hinn enda slöngunnar til að koma rennslinu af stað en ef malarryksuga er notuð er hægt að nota hana til að koma því af stað.
Fyrst þarf að fylla malarryksuguna af vatni og lyfta henni upp úr vatninu svo vatnið renni í slönguna:
Image

Þegar vatnið er að tæmast úr malarryksugunni er hægt að klípa í slönguna svo loft komist ekki í slönguna, en þá hættir rennslið:
Image

Því næst stingur maður malarryksugunni aftur í vatnið og lætur hana fyllast af vatnið áður en maður sleppir takinu á slöngunni:
Image

Þá ætti rennslið að vera komið af stað og maður getur byrjað að ryksuga botninn:
Image

Það fer eftir stærð búra hvað maður er lengi að ryksuga botninn, stundum nær maður varla að klára botninn þegar maður er búinn að taka nóg vatn en stundum er nægur tími. Ég ryksuga í nokkrar mínútur en svo legg ég bara slönguna frá mér og horfi á sjónvarpið eða geri eitthvað annað skemmtilegt meðan vatnið rennur úr:
Image

Þegar búið er að renna nóg vatn úr búrinu þarf bara að lyfta malarryksugunni upp úr vatninu til að stöðva flæðið:
Image

Þá er komið að því að láta nýtt vatn í, sama slangan er auðvitað notuð í það en til þess þarf krana og slöngutengi sem passar á kranann:
Image

Image

Ég finn rétt hitastig áður en ég tengi slönguna, svo ég sé ekki að sprauta ísköldu eða sjóðandi heitu vatni á fiskana á meðan ég finn rétt hitastig:
Image

Svo er bara að skella tenginu á og fylgjast með búrinu fyllast:
Image

Image

Bara passa að rétt hitastig haldist allan tímann, ég þarf öðru hverju að bæta við heitu því vatnið vill kólna smá með tímanum.


Næst á dagskrá er 25L smábúr.
Það er engin möl í búrinu og þar sem það er svo lítið nota ég ekki malarryksugu og þar sem búrið er ekki við vask læt ég ekki renna beint úr því eða beint í það því þá þyrfti ég að vera á hlaupum til að passa að það myndi ekki byrja að flæða uppúr því.
Ef búr eru nálægt krana er um að gera að sleppa fötunni.

Ég nota 10L plastfötu og glæra slöngu sem er nokkuð mjórri en garðslangan:
Image

Ég kem fötunni fyrir á gólfinu eða á stól við búrið og kem flæðinu af stað með því að sjúga úr slöngunni.
Ég ryksuga svo upp óétinn mat og óhreinindi:
Image

Þegar ég hef nánast fyllt fötuna lyfti ég slöngunni uppúr búrinu, tæmi úr slöngunni í fötuna og helli svo vatninu í vask.
Þessi stærð af fötu passar akkurat í eldhúsvask og þar fylli ég hana með nýju vatni:
Image

Svo er bara að hella í búrið.
Ég er svo heppinn að hafa vegg við hliðiná búrinu svo ég get skellt fötunni uppá hann og látið renna úr fötunni í búrið með sömu aðferð og ég notaði við að tæma búrið, með þessu móti stressast fiskarnir ekki jafn mikið og við það að hella úr fötunni beint í búrið:
Image


Það tók um 5mín að gera 50% vatnsskipti í 25L búrinu en nokkuð lengri tíma í 720L búrinu þar sem svo mikið vatn þarf að renna fram og tilbaka.
Það fór ekki einn einasti vatnsdropi á gólfið og ekki einn einasti svitadropi á ennið :)

Ég vona að þetta nýtist þeim sem ekki hafa tekið upp vatnsskipti með slöngum
-Andri
695-4495

Image

User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry » 08 Oct 2009, 23:44

:klappa: Skemmtileg grein. Fékk mig til að langa að framkvæma vatnsskipti ;)

User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven » 08 Oct 2009, 23:47

:góður:

User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan » 08 Oct 2009, 23:52

hvar fékkstu þessa dælu í smábúrið :?: lítur út fyrir að vera hágæða seiðadæla.

User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob » 08 Oct 2009, 23:58

Skemmtileg grein, ég nota græna slöngu, rosalega stíf alltaf eins og þú segir. Ég þarf að redda mér svona malarhreinsi, vatnsskipti eru allt of mikið mál hér, svo er sandurinn orðinn vel skítugur..
400L Ameríkusíkliður o.fl.

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma » 09 Oct 2009, 00:29

góð grein :góður:

ég nota alltaf slöngu og powerhead eða malarryksugu þegar ég geri vatnsskipti.
Þetta er svo þægileg aðferð og tekur engan tíma :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur » 09 Oct 2009, 07:44

Bambusrækjan wrote:hvar fékkstu þessa dælu í smábúrið :?: lítur út fyrir að vera hágæða seiðadæla.
Þessir filterar ættu að fást allsstaðar og fást líka hjá mér, 500 kr. stk.

rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 » 10 Oct 2009, 16:04

hvernig er það með sona malarryksugu fer þetta ekki illa með rætur á plöntum?

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 10 Oct 2009, 19:01

rabbi1991 wrote:hvernig er það með sona malarryksugu fer þetta ekki illa með rætur á plöntum?
það er hægt að leggja hana bara laust á mölina við gróður svo maður skeri ekki ræturnar í sundur, hefur aldrei verið vesen hjá mér amk.
-Andri
695-4495

Image

User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni » 10 Oct 2009, 19:48

Hvar keyptirðu þetta tengi sem þú notar á kranan?

diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi » 10 Oct 2009, 19:49

fæst í byko og húsasmiðjunni veit ég

User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B » 10 Oct 2009, 19:50

é er líka búinn að vera leita að þessu stikki... en á meðan nota ég sturtuna

takk fyrir að minna mig á vatnaskiptin

ég nota annað hvort slönu eða malarryksuu :wink:
Last edited by Guðjón B on 10 Oct 2009, 21:10, edited 1 time in total.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L

User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 » 10 Oct 2009, 20:52

ég mæli með þessari aðferð og malarryksugu,nota þetta alltaf.
kristinn.
-----------
215l

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli » 10 Oct 2009, 21:49

Svona tengi sem festist á alla krana er til í verkfæralagernum á 100-200 kr.

Basically gúmmístykki með hosuklemmu, þannig að það þarf ekki einusinni skrúfgang á kranann. Sérstaklega þægilegt og ég nota þetta alltaf í vatnskipti.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net

User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien » 11 Oct 2009, 22:01

Það má kannski benda fólki á, til glöggvunar, að í þeim enda malarsugunar sem slangan fer upp á, er einstefnuloki a.m.k. í minni, þannig að áður en vatni er dælt aftur í búrið í gegnum malarsuguna, þá verður að taka þann loka úr.

hakri
Posts: 57
Joined: 23 Oct 2009, 13:31

Post by hakri » 21 Dec 2009, 15:10

mjög fræðandi grein
:wink:
Hanna,Kristjana,páfagaukaur og fiskar

littlijon1
Posts: 27
Joined: 29 Jul 2011, 18:39

Re: Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by littlijon1 » 24 Feb 2012, 01:56

Hvar fær maður svona malarryksugur?
Jón Árni 6961710

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by Andri Pogo » 24 Feb 2012, 09:19

Ætti að fást í næstu gæludýraverslun, þessi sem ég nota á myndunum (og nota enn) kemur úr Fiskó og er mjög þægileg því garðslanga passar beint á hana, sumar eru með of mjóum stút.
-Andri
695-4495

Image

Billi fish
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2013, 03:18

Re: Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by Billi fish » 27 Feb 2013, 01:28

A að setja kalt eða heitt vatn i fotuna?

User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by Sibbi » 27 Feb 2013, 08:25

Billi fish wrote:A að setja kalt eða heitt vatn i fotuna?

Ef þú ekki notar slöngu upp á kranastút þar sem þú ert með tvo krana og getur styllt vatnið, getur þú blandað heitt og kalt vatn í fötu og hellt í það búr sem þú ert að skifta um vatn í, reindu að hafa htann á vatninu sem líkastan því sem er í búrinu.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is

Gunni
Posts: 6
Joined: 19 Apr 2007, 23:34

Re: Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by Gunni » 30 Jan 2016, 15:14

Glæsilegar leiðbeiningar, takk fyrir mig.

Ég er nýkominn með búr og var einmitt að spá hvernig maður ætti að athafna sig í þessu.
Ég fyllti búrið upphaflega með fötunum og könnum en slanga er auðvitað eina málið.

Fór í Byko og keypti slöngu(15x23), tróð svo öðrum endanum á slöngunni í 2l kókflösku (smellpassaði alveg hreint) og skar botninn af. Slangan var frekar stíf þannig að ég var í erfiðleikum með að klemma hana en setti þá bara hinn endann í sturtubotninn og saug til að koma þessu af stað, ég hef aldrei notað svona alvöru malarryksugu en er ekki frá því að þetta virki helvíti vel.
Svo passaði slangan líka svona helvíti vel á kranann á blöndunartækjunum í sturtunni(eftir að ég setti endann í heitt vatn) þannig að þetta var ísí-písi.

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by Andri Pogo » 30 Jan 2016, 22:40

Gott að heyra, þú ert kannski með græna slöngu ef hún er stíf?
Þessar gulu eru mjúkar og góðar.
-Andri
695-4495

Image

Gunni
Posts: 6
Joined: 19 Apr 2007, 23:34

Re: Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar

Post by Gunni » 31 Jan 2016, 10:13

Hún er glær-ish

Post Reply