Fire bellied newt

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Fire bellied newt

Post by Karen »

Hvað geta margar fire bellied newt verið í 28L búri??
Og hvernig ræktar maður þær ?? :)
Ég veit að ég er að spurja mikið en þær heilla mig bara svo mikið :D
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Re: Fire bellied newt

Post by ~*Vigdís*~ »

Kaja wrote:Hvað geta margar fire bellied newt verið í 28L búri??
Það geta nú nokkur hundruð komist í það
treður bara vel hverri ofan á aðra :twisted:
smá grín, það eru alltaf ansi skiptar skoðanir á því hvaða
búrstærð þarf fyrir þessa og hinar tegundirnar, persónulega
myndi ég ekki setja meira en 4 :)


Kaja wrote:Og hvernig ræktar maður þær ?? :)
umm jámm þú þarft að byrja á því að vera með
kynþroska par, verða kynþroska um 2ára ég er þá að ræða um
cynops orientalis, en það er sú fire-belly newt sem ég hef helst reynslu af :)
ég lækkaði hitan einu sinni óvart niðri í 15°C, reyndi svo hægt og rólega
að hita búrið aftur upp, þá myndaðist svona vor stemming hjá krílunum
svo þær hryggndu. Ég er nú ekki klár á því hve lengi eggin eru að klekjast
því ég henti þeim, hjá þessari kerlingu var klasinn með c.a. 30 eggjum
algengt er að fyrsta hryggning sé minni en meðallagið svo ég gæti
trúað því að þær séu að hryggna allt upp í 100eggjum í einu.
Þær þrífast best í stofuhita, en nauðsynlegt er eins og með mörg
froskdýr er að lækka hitann (búa til vetur) og svo hækka hann aftur,
þær hryggna aldrei hjá mér ef ég passa mig að halda hitastiginu í c.a. 20°C

Þegar eggin klekjast synda út litlar halakörtur, gott er geyma þær í sér búri
með loftdælu. Ofan í þær þarftu svo að klekja/rækta artemíu rækjur og fóðra
halakörtunar á svo þær stækki vel og hratt. Þegar þær hafa haft umskiptin
og eru orðnar salamöndrur er gott að hafa fæðuna karotín ríka, því
annars er hætt við að mallinn á þeim verði bara ljós gulur/hvítur í stað
eld rauður eins og þær verða í náttúrunni.



Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok takk kærlega fyrir þetta svar :D :wink:
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Vildi nota þennan þráð aftur í staðinn fyrir að búa til nýjan :)

En allavega er í lagi að hafa 2-3 fire belly í 28L búri vegna þess að þú ( ~*Vigdís*~ )sagðir við mig á örðu spjalli að það væri gott að hafa 4 í 55L búri þannig ég er svolítið ringluð :?
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Kaja wrote:Vildi nota þennan þráð aftur í staðinn fyrir að búa til nýjan :)

En allavega er í lagi að hafa 2-3 fire belly í 28L búri vegna þess að þú ( ~*Vigdís*~ )sagðir við mig á örðu spjalli að það væri gott að hafa 4 í 55L búri þannig ég er svolítið ringluð :?
Hérna er samtal okkar frá hinu spjallinu.
Hesta-fan wrote:Hvað geta verið margar Fire Bellied Newt í 55L búri??
~*Vigdís*~ wrote:Afskaplega skiptar skoðanir á því :)
Ég hef verið með 4 í 50L og var nokkuð sátt með það
en aðeins ein af þeim var orðin fullvaxta.

Við snögg google fann ég síðu sem talað er um eina á hverja 20L,
miðað við það myndi maður segja 2-3 :)

Hesta-fan wrote:Já ok
Er þá kannski 4 svona max í þetta búr?
~*Vigdís*~ wrote:tildæmis já :)

Hugsa að ef þær hefðu allar náð fullorðnisstærð eins og ein þeirra
þá hefði 50L búrið mitt verið heldur of lítið en alveg dugað samt :)
Svo ég skrifa til þín það sama og ég skrifaði þar,

Ég myndi aldrei setja meira en 4 í 28L búr, hef haft 4 í 25L virkaði alveg
þannig en endaði með að færa þær í 50L því ég átti það laust og auðvitað
er oftast betra að hafa meira pláss fyrir dýrin sin, ef 150L búrið mitt hefði
verið laust hefðu þær fengið að búa í því.

Tildæmis 4 max í 55L búr en ekki endilega, skilurðu hvað ég er að fara?
Segi á báðum spjöllum að það séu mjög skiptar skoðanir um svona og
treysti ég mér ekki til að gefa út fastann lítrafjölda per 1stk af fire belly newt,
einnig er svoldið afstætt að tala um lítrafjölda
varðandi svona dýr sem eru bæði á landi og vatni.
Það er ekki eins og allir 28 eða 55L fari í sundsvæði fyrir dýrin.

Þess vegna segi ég ekki að þessi eða hinn lítrafjöldinn
sé fínn fyrir svona dýr.
Nú er ég er búin að segja þér hvað ég hef haldið þessi dýr í stóru búri
og ég er búin að segja þér hvað mér fannst um það.

Nú er það þitt að taka ákvörðun um hvað þú ætlar að hafa mörg dýr eða
finna einhvern sem vill gefa þér ,,auðvelt" svar svo þú þurfir ekkert að hugsa sjálfstætt :)

Image
Post Reply