Kol í tunnudælu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Kol í tunnudælu

Post by mundi74 » 14 Oct 2014, 21:56

Hæ hæ

Ég er með Tetratec 1200 dælu sem ég hef verið mjög ánægður með. Í efsta lagi hennar er gert ráð fyrir 2 pokum af kolum. Ég er að velta fyrir mér hvort megi skipta þeim út fyrir svamp? Eða er nauðsyn að hafa alltaf kol í dælunum? Eru þau ekki helst til að hreinsa lyfjaleifar og slíkt eða eru þau að gera eitthvað fleira nytsamlegt, svona þegar búrið er í jafnvægi? Nú set ég td. annars lagið plöntunæringu í vatnið - eru þá kolin að skilja hana út?

kveðja

Mundi
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena

User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Kol í tunnudælu

Post by Sibbi » 14 Oct 2014, 22:46

Nákvæmlega, ég allavega hendi þeim alltaf úr og set svamp í staðinn.

User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Re: Kol í tunnudælu

Post by mundi74 » 22 Oct 2014, 11:31

Fínt að vita - ég kannski prófa það bara - fer að þrífa dæluna næstu daga. Hvað ert þú að þrífa dæluna þína oft Sibbi?
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena

User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Kol í tunnudælu

Post by Sibbi » 22 Oct 2014, 11:59

Ég er nú voðalega alfslappaður með að hreinsa tunnudælur,,, fer yfirleitt ekki í það fyrr en það fer að hægjast á þeim,,,, en ætli ég þrýfi þær ekki flestar svona á 4-6 vikna fresti.

User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Re: Kol í tunnudælu

Post by mundi74 » 22 Oct 2014, 12:38

já ok. þá er ég nú alveg rólegur. það líður mislangt á milli hjá mér. en oft 3-4 vikur. enda annar hún vel þessu 100 lítra búri mínu !! :-)
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena

User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Kol í tunnudælu

Post by Sibbi » 22 Oct 2014, 15:27

:góður: - Fólk er samt að þrífa tunnudælur með misjöfnu millibili, ég hef ekki miklar reglur á þessu,,, en það fer reindar eftir því líka hvað er verið að gefa í búrið,,, er verið að gefa eitthvað lifandi, eða hjatrtamix eða eitthvað annað sem sest í dælur og verður að drullu þar, þá mundi ég skipta og hreinsa oftar, fylgjast metur með dælunum

Post Reply