Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by Birkir » 17 Jun 2014, 09:18

Sæl öll,

Ég þarf að vera að heiman í viku. Ég kíkti í gæludýraverslun sem seldi svona matarklumb sem var þéttur eins og leir, í þeim tilgangi að hann mætti leggja í búrið og fiskarnir gætu nartað í matinn í u.þ.b. eina viku án þess að maturinn leysist upp og fari út um allt búr.

Hafið þið einhverja reynslu af slíkum mat? Verður búrið gruggugt? Eykur þetta PH gildi vatnsins um of? Munu stærri og frekari fiskarnir einoka matarklumpinn?

Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by Ólafur » 17 Jun 2014, 11:06

Ég fékk mér bara sjálfvirkan matara :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is

Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by Birkir » 17 Jun 2014, 11:20

Það er sniðugt. En ég ætla að skoða aðra möguleika áður en ég versla slíkt aparat. Sá svona "klump" í Dýragarðinum en velti því fyrir mér hvort þetta virki vel og hvort þetta mengi óþarflega mikið út frá sér. Væri gaman að heyra frá ykkur sem hafið reynslu af þessu.

nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by nesquick » 17 Jun 2014, 12:33

fiskarnir lifa alveg matarlausir af í viku. það er líka gott fyrir þá að fasta öðru hvoru :) hef reynt þetta sjálfur nokkrum sinnum og aldrei hlotið skaða

Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by Ólafur » 17 Jun 2014, 13:21

Já ég hef svelt mina i rúma viku og alltilagi með það. Minn gjafari frá eheim er stillanlegur á bæði tima og magni svo það er minsta mál að prógramera þá.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by Andri Pogo » 17 Jun 2014, 21:06

Myndi frekar sleppa því að gefa þeim í viku en að nota svona klump. Held það mengi óþarflega mikið og fiskarnir þola vel að vera án matar.
-Andri
695-4495

Image

Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by Birkir » 20 Jun 2014, 20:41

Andri Pogo wrote:Myndi frekar sleppa því að gefa þeim í viku en að nota svona klump. Held það mengi óþarflega mikið og fiskarnir þola vel að vera án matar.
Það er einmitt conventional wisdom sem ég þekki, þ.e.a.s. að sleppa mat í viku eða jafnvel meir án þess að það saki. Ég hef oft gert það áður, en þessi spurning vaknaði hjá mér þegar ég sá þennan mataklump í búð. Mér finnst hann eitthvað sketchy...

nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Þegar farið er í frí/að heiman og fiskarnir eru einir

Post by nesquick » 21 Jun 2014, 08:24

það er reynt að selja allt, man að ég keypti svona þegar ég var að byrja í hobbyinu í minni fávisku og skellti þessu í .. þegar ég kom heim var vatnið orðið fúlt og fiskarnir litu varla við þessu.. slatti af dauðum fiskum líka.. hef ekki lent í neinu svona með því að sleppa fóðrun.

Post Reply