Hvað er svona kolsýrubrugg lengi í gang?
bjó til svoleiðis um 3leytið í dag og sé að það eru farnar að koma loftbólur í litlu safnflöskuna en það er enn ekki kominn nógur þrýstingur í hana til að það hreyfist neitt í slöngunni sem liggur í búrið. hvað tekur það venjulega langan tíma að það komi nógur þrýstingur á allt kerfið til að það fari að flæða í búrið hjá mér?
smá aðstoð með CO2 heimabrugg
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: smá aðstoð með CO2 heimabrugg
Það getur tekið allt að sólarhring. Þú gætir náð þessu hraðar í gang ef þú hefur vatnið í lögununni aðeins heitara.
Svo er um að gera að vera með næstu lögun klára daginn áður en þú skiptir svo þú lendir ekki í stoppi.
Svo er um að gera að vera með næstu lögun klára daginn áður en þú skiptir svo þú lendir ekki í stoppi.
Re: smá aðstoð með CO2 heimabrugg
Þetta er nú svolítið sniðugt sístem einhverntíman prufaði ég þetta og var bara með ein tveggja lítra kókflösku, og slönguna beint uppúr henni í búrið, ég gaf þeirri tilraun engan tíma og spyr, virkar það ekki? þarf að hafa svona safnflösku?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: smá aðstoð með CO2 heimabrugg
Ástæðan fyrir því að maður er með tvær eða jafnvel fleiri flöskur er að geta verið með gerjunina á mismunandi stigum og þar af leiðandi jafnari co2 framleiðsla. Það er hægt að ná svipuðu fram með því að bæta sykri reglulega í eina flösku.
Safnflaskan er sennilega aðallega bara til þess að sjá loftbólurnar skýrt og geta þar af leiðandi séð greinilegar hvernig framleiðslan gengur.
Lag tími á gerinu er ca 1 dagur. Passlegur hiti er ca 20 gráður, og það er enn betra að nota eitthvað annað en brauðger, frekar eitthvað bjórger. Einn pakki er nóg í 10-20 lítra, eftir því hvað blandan þín verður sterk (hvað þú notar mikinn sykur). Ekki nota turbo ger eða kampavínsger, því þau vinna of hratt og klára sykurinn of fljótt. Svo er hægt að endurnýta gerið með því að hella megninu úr flöskunni eftir að hún er hætt að framleiða co2, en skilja slatta af "drullunni" (gerinu) eftir og blanda nýtt ofan á það. Þá er gerjun líka fljótari að fara í gang aftur.
Svo er mikilvægt að miða sykurmagnið við max 10-15% áfengi, því ef maður notar meiri sykur en það þá á gerið í erfiðleikum, maður þarf meira af því, það fer hægar í gang, erfiðara að endurnýta það og fleira. 220gr af sykri per lítra gefa uþb 13% blöndu. Ég myndi reyna að vera nær 10%, og nota þá 170gr af sykri per lítra af vatni.
Safnflaskan er sennilega aðallega bara til þess að sjá loftbólurnar skýrt og geta þar af leiðandi séð greinilegar hvernig framleiðslan gengur.
Lag tími á gerinu er ca 1 dagur. Passlegur hiti er ca 20 gráður, og það er enn betra að nota eitthvað annað en brauðger, frekar eitthvað bjórger. Einn pakki er nóg í 10-20 lítra, eftir því hvað blandan þín verður sterk (hvað þú notar mikinn sykur). Ekki nota turbo ger eða kampavínsger, því þau vinna of hratt og klára sykurinn of fljótt. Svo er hægt að endurnýta gerið með því að hella megninu úr flöskunni eftir að hún er hætt að framleiða co2, en skilja slatta af "drullunni" (gerinu) eftir og blanda nýtt ofan á það. Þá er gerjun líka fljótari að fara í gang aftur.
Svo er mikilvægt að miða sykurmagnið við max 10-15% áfengi, því ef maður notar meiri sykur en það þá á gerið í erfiðleikum, maður þarf meira af því, það fer hægar í gang, erfiðara að endurnýta það og fleira. 220gr af sykri per lítra gefa uþb 13% blöndu. Ég myndi reyna að vera nær 10%, og nota þá 170gr af sykri per lítra af vatni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: smá aðstoð með CO2 heimabrugg
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: smá aðstoð með CO2 heimabrugg
Takk fyrir þetta Keli, held ég reddi mér þá jafnvel betra geri en þessu brauðdrasli