Um að setja upp nýtt búr.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
xiberius
Posts: 7
Joined: 25 Feb 2013, 14:49

Um að setja upp nýtt búr.

Post by xiberius »

Hæ öll.

Unnustan gaf mér búr í afmælisgjöf í febrúar en ég er búinn að vera að velta ýmsum hlutum fyrir mér.

Búrið er gefið upp 84 lítrar ef ég man rétt (er í vinnunni og get ekki mælt búrið eins og er, en get sett inn myndir og nákvæm mál seinna). Ég hef fengið gefins notaða möl en er að velta fyrir mér hvort ég á ekki að fá leðju úr dælunni hjá honum líka. Ég er líka búinn að vera að velta fyrir mér hvernig er með að ná sér í efni í búrið í náttúrunni (sand og steina úr fjörunni). Mig langar dáldið að geta notað sand og steina úr þeim fjörum sem eru mér hjartfólgnar.

Mig langar að vera með gúbbí og eitthvað með þeim, botnfiska og eitthvað fleira til að auka fjölbreytnina, mig langar líka að vera með gróður og rætur en vantar ráð hvernig er best að standa að þessu til að koma sæmilegu jafnvægi á búrið áður en ég set fiska ofaní.

Mér þætti því vænt um að fá ykkar skoðanir á hvernig þið mynduð gera þetta, kattasandur, fjörusandur, mölin sem ég fékk gefins, leðja úr dælu, hvaða plöntur væru sniðugar fyrir gúbbí og byrjanda og hvaða tegundir væri gaman að vera með með þeim.

Fyrirfram þakkir! :)

Jónatan
Post Reply