hraunsteinn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

hraunsteinn

Post by nesquick »

Má setja hraunsteina í fiskabúr, fann einn stóran og flottan sem mig langar að setja í búrið mitt.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: hraunsteinn

Post by keli »

Fer eftir fiskum og hvaðan þú fékkst hann.. Margir fiskar meiða sig á steinunum (nudda sér í þá). Hef heyrt að það sé ekki gott að nota hraun úr rauðhólum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: hraunsteinn

Post by Snjodufa »

Er með hraunstein í mínu búri en er með smáfiska í því búri ekki stóra.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: hraunsteinn

Post by Sibbi »

Fyrir þónokkrum árum var ég með stóran og klettþungan hraunhlunk í búrunum hjá mér sem ég fékk einhversstaðar, það var aldrei neitt vesen, en löngu síðar færði ég hann úr 300 lítra búri í 530 lítra búr þar sem hraðsyndir fiskar voru, td. SAE og Denisoni barbar og varð ég að fjarlægja hann vegna þess að þeir voru alltaf að rífa sig á honum, hann hefur síðan verið í búri hjá vini og allt í fína lagi þar.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Post Reply