27mm gler bor

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

27mm gler bor

Post by Alí.Kórall »

Sælir,

Getur einhver lánað mér 27mm bor í gler eða vitið þið hvar svoleiðis fæst?

Ég verð að flytja búrið út í bílskúr og ákvað að bora það þá bara í leiðinni.

:góður:
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: 27mm gler bor

Post by Sibbi »

Alí.Kórall wrote:Sælir,

Getur einhver lánað mér 27mm bor í gler eða vitið þið hvar svoleiðis fæst?

Ég verð að flytja búrið út í bílskúr og ákvað að bora það þá bara í leiðinni.

:góður:
Færðu ekki svona bor í verkfæradótabúðum, verkfæralagernum, td. í Smáranum? þeir væru þá ábyggilega einnota :-) , en svo fást þessir borar í öllum alvöru verkfærabúðum, ( koata ábyggilega sitt þar) voru allavega með þetta í "gamla" daga.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 27mm gler bor

Post by keli »

Líklega til í múrbúðinni á þolanlegu verði. Ég hef keypt bor þar sem entist í mörg göt.. Og er enn í fínu lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 27mm gler bor

Post by Alí.Kórall »

takk takk
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 27mm gler bor

Post by Squinchy »

keli wrote:Líklega til í múrbúðinni á þolanlegu verði. Ég hef keypt bor þar sem entist í mörg göt.. Og er enn í fínu lagi.
+1 :góður:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 27mm gler bor

Post by Alí.Kórall »

Smá djók, þetta átti vist að vera 32mm bor.

Ég fór í múrbúðina og fann bara 33mm bor, eitthvað flísadót sem gaurinn virtist ekkert vera viss um að hægt væri að nota í glerið.

Á maður að stökkva á það eða liggur kannski einhver á svona stykki?

maður þarf nefnilega að færa búrið aðeins til í húsinu um helgina svo ég þarf eiginlega að redda þessu sem fyrst. :(
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 27mm gler bor

Post by Squinchy »

spurningin er hvað vörin á gegnumtakinu sé stór, ef nippillinn er 32mm hvað er þá vörin sem situr upp að glerinu stór?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: 27mm gler bor

Post by Ólafur »

Talaðu við þá i Flisabúðini við Gullinbrú
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 27mm gler bor

Post by keli »

Það munar ekki um einn millimetra. Þú vilt heldur ekki hafa þetta of þröngt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 27mm gler bor

Post by Alí.Kórall »

Squinchy wrote:spurningin er hvað vörin á gegnumtakinu sé stór, ef nippillinn er 32mm hvað er þá vörin sem situr upp að glerinu stór?
Hún ætti nú reyndar alveg að covera 1mm svo það er þá ekki aðal málið.

Ég var ekki alveg sannfærður um að þetta væri réttur bor, þetta var merkt sem flísabor og var svona sívalningur með kurli á endanum. Eru ykkar eitthvað selldir sem sérstaklega fyrir gler eða hafið þið verið að nota flísa dót?
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 27mm gler bor

Post by keli »

flísaborar eru fínir í fiskabúrin. Þægilegast að vera með jig til að halda honum á sínum stað, hafa nóg af vatni í boruninni og passa að setja engan þrýsting á borinn, sérstaklega þegar maður er að komast í gegn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply