Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Já eins og titillin bendir til, er ég að leita að uppl´singum um rækjur. Ég hef eignast nokkur red cherry kríli sem ég vil að líði sem best. Ég er með nokkrar plöntur og mosa í 54L búri, ásamt rót, hitara og dælu. Eru einhverja sérstakar kröfur sem rækjur gera framyfir fiska, t.d. varðandi ljósatíma?

Ég ætla að hella mér í rækjubuisnessinn http://www.youtube.com/watch?v=iLkNPjbaPTk
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by keli »

Byrjaðu á að sleppa hitaranum. Plönturnar og rækjurnar eiga eftir að þakka þér fyrir. Ljósatími skiptir engu máli. Passaðu þig á gróðurnæringu, því sumar innihalda kopar, sem getur farið illa í rækjurnar (eins og aðra hryggleysingja).

Ef það er ágætis lýsing á búrinu og þar með þörungur þá þarftu að gefa gefa þeim afar lítið að éta. Líklega ekkert.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Ég hélt að þær vildu um 27°C til að fjölga sér..
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Er súrefnisdæla nauðsynleg? Afföllin hafa verið of mikil! KAnnski of hár hiti?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by prien »

Hér hefurðu eina góða um rækjur:

http://www.planetinverts.com/
500l - 720l.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Málið er samt að ég er ekki með hitara í búrinu og ég stillti hitarann á 26°C. Er ekki bara líkllegt að hitinn hafi rokið upp úr öllu valdi og ég hafi soðið þær? Ég stillti hitarann á 22 gráður í dag og vona að þær sem eftir eru lifi! :(
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Vargur »

Þú átt sennilega við að þú sért ekki með hitamæli.
Það skiptir litlu hvað þú stillir hitarann á, hann hitnar miklu meira en það, hann kveikir bara á sér sjaldnar eða í styttri tíma ef þú stillir hann lægra og steikir svo allar rækjur sem eru í námunda við hann.

Eins og keli sagði "Taktu hitarann úr búrinu"
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by keli »

Þarft ekki hitara í rækjubúr nema búrið sé í köldu herbergi. Venjulegur herbergishiti er passlegur fyrir næstum allar rækjur, eða 20-22°C. Sveiflur eru auðvitað óæskilegar. Plöntur þrífast líka mikið betur nær 20 gráðum en 25 gráðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Vitið þið hvort að kopar hafi verið notaður í vatnslagnir, í miðbænum, fyrir um 80 árum?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Andri Pogo »

nei, það var ekki fyrr en um 1960
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by keli »

Hugsanlega, en það skiptir ekki öllu máli. Það eru líka lagnir úr brass (messing?) í næstum öllum húsum. Brass er koparblandað. Það er fljót að myndast húð á báðum sem gerir það að verkum að það fer lítið í vatnið.

http://en.wikipedia.org/wiki/Brass
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Andri Pogo wrote:nei, það var ekki fyrr en um 1960
Húsið var byggt 1906 en það segir kannski ekkert um lagnirnar.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by unnisiggi »

nei það segir rosalega lítið um þær og að öllum lýkindum er búið að skifta um allar lagnir allavega einu sinni í þetta gömlu húsi og þá hefur það ekki verið lagt í kopar eða eir heldur að mestum lýkindum lagt úr stáli
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Andri Pogo »

nei þarf ekki að vera, mitt var byggt 1950-60 minnir mig en lagnirnar eru bara 2 ára :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Elma »

Rækjur þurfa gott vatn, þarft samt ekki að stressa þig mikið á vatnsskiptum,
ef þú ert með nokkrar í 54 litra búri.
Red cherry eru frekar auðveldar, þurfa ekki sérstaka umhirðu
eins og sumar rækjutegundir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Þetta var nýtt vatn í búrinu, búið að standa í svona 5 daga með plöntum og dælu. ég var búinn að skola svampana í dælunni mjög vel og þrífa búrið. Það er pínu skeljasandur í perlumölinni en ég er samt með tvær rætur til að vega upp á móti en er mögulegt að pH-sjokk sé mandamálið? Þær dóu flestar á milli laugar- og mánudags en einhverjar lifðu fram á þriðjudag eða miðvikudag.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by unnisiggi »

frekar myndi ég halda að búrið væri ekki búið með nitrathringinn fyrst það voru bara 5 dagar frá því að þú startaðir því

semsagt amoniak bomba í búrinu enþá
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Gudmundur »

Eitthvað greinilega að en hvað ?
Eitthvað efni er í vatninu sem drepur rækjurnar nema hitarinn hafi farið full hátt og drepið þær þannig, þá er bara að hugsa allt upp á nýtt, er búrið ný kíttað ? var notað eitthvað efni til að þrífa búr/dælu ? er hitamælir brotinn/sprunginn ,var sett eitthvað í búrið steinar/dót sem kom ekki úr öðru búri,var sturtað allt of miklum mat í búrið, eitthvað hreinsi efni eða spray notað of nálagt ?
endalaust hægt að pæla í þessu,
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Ég var með hitarann stilltan á 26 gráður í fyrstu. Gæti verið að hann hafi drepi nokkrar, þær hafi síðan byrjað að rotna í búrinu sem leiddi til þess að hinar dræpust?

Búrið var kíttað fyrir u.þ.b. þremur árum.

Engin efni til að þrífa.

Það er enginn hitamælir í búrinu.

Allt dót úr búið að vera í búrinu lengi áður en ég tæmdi það og fyllti með nýju vatni.

Ég gaf þeim engan mat.

Ekkert sprey..

Við þetta má bæta að ég hef aldrei notað nein bætiefni í búrið svo kopar úr gróðurnæringu kemur ekki til greina.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by prien »

Mín reynsla af öllum þeim hiturum sem ég er og hef verið með er sú, að þeir hafa allir hitað að minnsta kosti tveimur gráðum meira en þeir eru stilltir á.
500l - 720l.
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by GummiH »

Sammála Prien. En ég nota enga hitara í búrin mín og er með hitann í 22-24 gráður. Er með 2 ghost shrimp og eina amano rækju og þær eru bara fjörugar og ein ghost rækjan er kominn með hrogn allt í einu (tók eftir því áðan) hitinn er 23 gráður eins og er. Aðrir hitakærir fiskar í búrninu eins og brúsknefur og hinir búarnir sverðdragar, gúbbí, corydoras, ameca láta ekkert sjá að þeim sé eitthvað verra af lægra hitastigi en það sem eðlilegt þykir. Oft fer hitinn niður í 15-20 gráður á nóttunni í náttúrulega umhverfi búrfiskana okkar :)

IMO þá finnst mér hitarar óþarfir og betra að spara rafmagnið :P
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Sibbi »

Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Já, eftir langa, langa nótt, rís sólin. Ég fann fjórar pínulitlar rækjur í búrinu.

Líklega hafði búrið ekki náð jafnvægi áður en ég setti í það rækjurnar. Einhverjar hafa dáið og valdið ammóníusprengju sem leiddi til þess að restin dó. Nú eru liðnar um 3 vikur síðan ég setti upp búrið svo ég held að það sé kominn tími á aðra tilraun!
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Sibbi »

Guðjón B wrote:Já, eftir langa, langa nótt, rís sólin. Ég fann fjórar pínulitlar rækjur í búrinu.

Líklega hafði búrið ekki náð jafnvægi áður en ég setti í það rækjurnar. Einhverjar hafa dáið og valdið ammóníusprengju sem leiddi til þess að restin dó. Nú eru liðnar um 3 vikur síðan ég setti upp búrið svo ég held að það sé kominn tími á aðra tilraun!
Ammóníusprengju útaf dauðum rækjum, er það hægt?, alltaf er maður að fræðast :D
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Ég veit það ekki.. en maður vill ekki skilja eftir óétnar rækjur í stóru síkliðubúri og afhverju ætti ekki það sama að gilda um lítið rækjubúr?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Sibbi »

Guðjón B wrote:Ég veit það ekki.. en maður vill ekki skilja eftir óétnar rækjur í stóru síkliðubúri og afhverju ætti ekki það sama að gilda um lítið rækjubúr?
Ertu ekki að tala um einhverjar rækjur sem drápust í búrinu? eða ertu að tala um unnar rækjur úr matvörubúð sem þú hafir látið í búrið?
Spurning hvort ég sé að misskilja þetta.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Nei, fyrst voru þær lifandi en svo voru þær dauðar en 17 dauðar rækjur hljóta að geta mengað eitthvað
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Sibbi »

Ég hef enga trú á að þessar 17 dauðu rækjur raski búrinu mikið, sniðugt er að hafa ca. 3 stk snugla í þessu búri, þeir hreinsa upp ham og dauðar rækjur, svo og afgangs mat sem lyggur í botninum.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by Guðjón B »

Er eðlilegt að finna rækju"seiði" alltaf á samta staðnum í búrinu? Ekki það að ég hafi áhyggjur af þeim, þau virðast stækka ágætlega, þau eru bara nánast alltaf á sama stað.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Segðu mér, hvað veistu um rækjur?

Post by keli »

Alveg eins :) Þau eru líklega á sama staðnum því þau hafa eitthvað til að kroppa í þar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply