Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Flipperino
Posts: 5
Joined: 16 Jul 2012, 00:15

Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Post by Flipperino »

Mér áskotnaðist u.þ.b. 250 lítra búr með öllum tilheyrandi tækjabúnaði, það þýðir ekkert að spyrja mig um hvernig dælur nema ég veit að þetta heitir Eheim. Búrið er heimagert.
Mig langar til að fá mér kribba, en er að velta fyrir mér hvernig best sé að setja það upp. Hvernig sand o.þ.h. Gengur t.d. að setja ljósan skeljasand í það. Þurfa þeir gróður? Hvaða fiskar ganga með þeim? Eins og sést hef ég ekki græna glóru þegar kemur að þessum fiskum. Ég veit samt að þeir þurfa hella, en hvernig græja ég svoleiðis? Oh, þvílíkt spurningaflóð, en hvernig á maður að læra án þess að spyrja?
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Post by Alí.Kórall »

Varðandi skeljasand þá held ég að það gæti verið óráðlegt þar sem hann er einmitt skeljar, og ferskvatn mun leysa svoleiðis upp og vatnið verður væntanlega alkalín (eða basískt) sem hentar ekki í ferskvatnsbúri. Samt sem áður þá er betra að hafa Ph gildið um 7.8-8.5 hjá Afríku síklíðum, en ég er ekki endilega viss um að skeljasandur sé besta leiðin til þess að ná því fram. Aðrir geta kannski svarað þessu betur.

Þegar ég var með kribba notaði ég blómapott á hvolfi, þeir eru einmitt með gat á botninum.

Það er auðvitað betra að hafa gróður því hann nærist á nítrati þ.a.m.

Ég myndi reyna að koma bakteríu flórunni af stað áður en fiskar eru settir í búrið.

Afríkubúr eru oft grýtt og með mislitum sandi (brúnn og svartur blandaður).

Ég er ekki alveg viss hvaða fiskar passa með blessuðum kribbunum þar sem þeir eru soldið árásargjarnir en aðrir hérna hljóta að geta svarað hinum fyrirspurnunum.
mbkv,
Brynjólfur
Flipperino
Posts: 5
Joined: 16 Jul 2012, 00:15

Re: Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Post by Flipperino »

Takk fyrir þetta, það er að ég held fínasta flóra í búrinu því að það var í notkun þangað til í fyrradag. Það voru Afríkusíkliður í því og mér var einmitt bent á að halda dælunni í vatni, þannig að hún er búin að vera í gangi í fötu fullri af vatni úr búrinu. Mölin sem var í búrinu er mislit, blönduð brún og ljósbrún, það er spurning kannski um að blanda skeljasandi með henni, á nefnilega 20 kg. poka af skeljasandinum.
Í sambandi við blómapottana, ertu þá að tala um þessa klassísku rauðbrúnu terracotta leirpotta, er ekki gatið full lítið á þeim?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Post by Agnes Helga »

Ég er með kribba í 450 L búri, þeir eru ansi agressívir á hrygningartímabili og þegar þeir eru að verja seiði svo þeir henta ekki með hægsyndandi slörmiklum fiskum en geta þó verið í samfélagi við ýmsa fiska sem eru líka harðgerðir og hraðsyndir. Þeir eru mjög frekir á botnsvæði í búrinu og reka frá því hiklaust og því ætti að velja búrfélaga vel. Þeir vilja mikið af felustöðum, hellum og ýmsum glufum ásamt gróðri. Mínir eru ansi hrifnir af kókoshnetuhellum og hrygna alltaf í þá. Það er tiltölulega auðvelt að fjölga þeim og þeir eru harðgerðir gegn vatnaskilyrðum. Fullvaxinn hængur getur orðið allt að 10 cm en hrygnurnar eru ívið minni alltaf, eða um 7 cm. Þetta eru mjög skemmtilegar dvergsíklíður, mikill karakter í þeim og fallegar á litinn. Þau parast í pörum, s.s. hentugt að hafa bara einn karl og eina kerlingu. Ýmsir barbar henta með þeim í búr eða hraðsyndar tetrur, mér fannst tigrísbarbar eða rósabarbar alltaf flottir með þeim persónulega.

Ég er nú reyndar með mína með skölurum og gúrömum en það er ekki mælt með því á veraldarvefnum því að þeir geta kroppað í uggana á þeim og löngu fálmarana en ég hef ekki orðið vör við það enda böggast þeir bara innbyrðis núna þar sem ég þarf að fara grisja, er með fullt af uppkomnum seiðum í búrinu eins og stendur. Búrstærðin hjálpar líka til, 450 L búr gefur þeim nóg pláss og nóg af felustöðum.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Flipperino
Posts: 5
Joined: 16 Jul 2012, 00:15

Re: Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Post by Flipperino »

En þegar þeir eru búnir að koma upp seiðum, hvað geri ég þá við seiðin því varla hef ég endalaust pláss fyrir þau? Taka gæludýrabúðir við þeim til endursölu eða hvað?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Post by Agnes Helga »

Já, mínir hafa hrygnt reglulega á 5-6 vikna fresti ca. (Eru í smá pásu núna mér til mikillar gleði.) Alltaf komið öllum seiðum upp enda mikið af seiðum í búrinu mínu sem eru uppkomin og orðin kynþroska sem ég þarf að selja. Ég hef verið að fara með þau í dýrabúðir, selt þau sjálf á netinu, notað þau í fóður ef ég þurfti og bara svona misjafnt eftir hvað hentar.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Flipperino
Posts: 5
Joined: 16 Jul 2012, 00:15

Re: Setja upp búr fyrir kribba? Alger byrjandi!

Post by Flipperino »

Hvað eru seiðin lengi að verða kynþroska?
Post Reply