Hjálp! Rena xP 2, loft í slöngunni

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
agnes björg
Posts: 62
Joined: 10 Jun 2010, 21:17

Hjálp! Rena xP 2, loft í slöngunni

Post by agnes björg »

var að skipta um vatn í búrinu mínu og þegar ég setti dæluna í gang þá blés hún frá sér í þrjár sekontur og síðan er ekkert flæði á henni, tók líka eftir að það er loft í báðum slöngunum frá dælunni, getur einhver aðstoðað?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Hjálp! Rena xP 2, loft í slöngunni

Post by Squinchy »

Ef þú ert með allan orginal búnaðinn þá

1. losaðu stikkið sem tengir slöngurnar við dæluna með því að setja sveifina upp

2. skrúfaðu tappan af sem er efst á inntaks pípunni

3. heltu vatni ofan í inntaks pípuna þangað til það kemur upp að beygjunni ofan í búrið

4. settu tappan aftur á

5. tengja dæluna og setja í samband við rafmagn
Kv. Jökull
Dyralif.is
agnes björg
Posts: 62
Joined: 10 Jun 2010, 21:17

Re: Hjálp! Rena xP 2, loft í slöngunni

Post by agnes björg »

já ókei það skiptir semsagt máli að hafa tappan á þegar maður kveikir á dælunni? takk fyrir þetta ;)
Post Reply