Þörungavesen

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Þörungavesen

Post by Andri Pogo »

Er alveg að verða gráhærður á þessu búri, eftir hver vatnsskipti er búrið orðið svona eftir 4 daga:
Image

Image

Búrið er inni á gangi, ekki við glugga en þó kemur óbein birta frá einu herbergi á ganginum, stórlega efast um að það sé að valda þessum þörungablossum.
Finn ekkert sem líkist þessu hérna: http://www.aquariumalgae.blogspot.com/
Þetta líkist kannski helst Green Dust Algae en lítur ekki beint þannig út, þetta er frekar mjúkt og loðið.

Vatnið sjálft virðist vera nokkuð fínt, þetta byrjar bara strax að setjast á glerið, gróðurinn og ræturnar...
Einhver hér sem hefur lent í þessu?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Þörungavesen

Post by igol89 »

ég hef lennt í þessu og losnaði við þetta með að myrkva það algerlega í tæpa viku
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Þörungavesen

Post by Sibbi »

igol89 wrote:ég hef lennt í þessu og losnaði við þetta með að myrkva það algerlega í tæpa viku

Þetta er ábyggilega ekki það sem við vorum að brasa meðLogi, hann er það vel að sér í þessu fiskadóteríi hann Andri að hann þekkir þann grænþörung örugglega.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Þörungavesen

Post by igol89 »

nei ég veit það... það var mjög svipað þessu sem ég lennti í 120L búrinu fyrir um 1 og hálfu ári síðan. Vatni var alveg fínt en þetta lagðist á allt saman og kom mjög fljótt aftur eftir vatnaskipti og hreinsun
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Þörungavesen

Post by keli »

Brúsknebbar háma þetta í sig.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Þörungavesen

Post by Vargur »

Hvernig er ljósatíminn ?
Ertu nokkuð að fóðra eins og þú gerðir í 720 l búrinu ? :-)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Þörungavesen

Post by Andri Pogo »

Ljósatíminn er 7 tímar ef ég man rétt. Neinei fóðrun er hófleg :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Þörungavesen

Post by pjakkur007 »

hefuru prufað að leifa þessu að vaxa í 2-3 vikur til að sjá hvort það verður auðveldara að greina þetta?

ég held ekki að þetta sé Green Dust Algae, ef þetta er að setjast á ræturnar og gróðurinn passar það ekki við það hvernig Green Dust Algae hegðar sér...

er vatnið svona skýað af þörung?
Getur verið að þetta sé eitthvað afbrigði af þörungablóma?
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Þörungavesen

Post by Sibbi »

Nú stelst égtil að blanda mér í þráðinn hanns Andra.:
Pjakkur:
er vatnið svona skýað af þörung?
Getur verið að þetta sé eitthvað afbrigði af þörungablóma?
Ég lenti í veseni með 530 lítra búrið fyrir nokkru (ekki þörungur), og DRAP allan gróðurinn, eftir að búrið var save, fékk mér plöntur og plantaði, en það gaus upp einhver þörungur, vatnið grænt (skýjað), ég myrkvaði búrið í 4 daga og hafði síðan verulega góðvatnaskipti, núna þrem dögum síðar var búrið aftur orðið skýjað,ekki samt alvarlega, en á góðri leið í það að ég tel, hafði góð vatnaskipti áðan og hreinsaði aðra tunnudæluna, en þetta leggst ekki vel í mig.
Tók eftir því að þónokkur slímþörungur var komin á part af einu ljósinu, og þónokkuð á spegilinn.

Vona Andri að ég sé ekki að skemma þráðinn fyrir þér, en þygg heilshugar upplýsingar, er til lyf við þessu?? á ég að henda búrinu?? :væla:
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Þörungavesen

Post by Squinchy »

Mjög líklega eru vatnskiptin að fóðra þetta, minnka fóðurgjöf í lítið sem ekkert og ekki skipta út vatni nema mæli settið segir
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Þörungavesen

Post by Sibbi »

Squinchy wrote:Mjög líklega eru vatnskiptin að fóðra þetta, minnka fóðurgjöf í lítið sem ekkert og ekki skipta út vatni nema mæli settið segir

Eeeen, ég gaf EKKERT í 4 daga, og vel myrkvað, hafði síðan vatnaskipti (sem voruorðin bráðnauðsinleg), og þetta byrjaði strax aftur :roll:

Jæja, ég ætla ekkiað stela þræðinum, en ef einhver heldur að hann/hún hafi lausn þygg ég ábendingar.
Tek það fram að það getur vel verið að þetta sé útaf vatnaskiptum, hef bara ekki trú á því.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Þörungavesen

Post by pjakkur007 »

Sibbi wrote:
Squinchy wrote:Mjög líklega eru vatnskiptin að fóðra þetta, minnka fóðurgjöf í lítið sem ekkert og ekki skipta út vatni nema mæli settið segir

Eeeen, ég gaf EKKERT í 4 daga, og vel myrkvað, hafði síðan vatnaskipti (sem voruorðin bráðnauðsinleg), og þetta byrjaði strax aftur :roll:

Jæja, ég ætla ekkiað stela þræðinum, en ef einhver heldur að hann/hún hafi lausn þygg ég ábendingar.
Tek það fram að það getur vel verið að þetta sé útaf vatnaskiptum, hef bara ekki trú á því.
Sibbi stofnaðu nýjan þráð!!!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Þörungavesen

Post by keli »

Á félagið ekki UV ljós ennþá? Það er hugsanlega sniðugt að fá það lánað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply