botnfiskur á hliðinni

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
margreterla
Posts: 57
Joined: 22 Jan 2009, 00:47
Location: Grafarvogur !
Contact:

botnfiskur á hliðinni

Post by margreterla »

Hæ fiskafróða fólk. Ég vil byðjast velvirðingar fyrirfram fyrir allar þær stafsettningarvillur sem að gætu verið í þessum texta

Var hreinlega búin að gleima spjallinu fyrr en núna í morgun þegar botnfiskurinn minn virtist vera veikur,
ég veit ekki hvernig tegund hann er því miður þar sem að mér var gefið fiskana með búrinu og gaurinn vissi ekkert hvaða fiskar voru í því.

En málið er að hann lá alveg hreyfingarlaus á hliðini svo ég ættlaði að veiða hann uppur með höndunum því að hann var milli steina.

Þegar ég náði honum kipptist hann aðeins til og ég var bara ekki viss um hvort þetta voru dauðakippir eða ekki svo ég hélt áfram að skoða hann.
ég sá ekki að hann andaði. ég ákvað að leggja hann á botninn aftur en sama sagan, hann lá bara á hliðinni.
ég skipti út vatni 1/4 og prófaði að taka hann aftur. Þá virtist koma aðeins meira líf í hann og hann byrjaði að "sprikkla" aðeins og sást greinilega að hann andaði
ég reis hann svona í höndunum á mér til að láta hann nú snúa rétt og þá byrjaði hann að hreyfa uggana.
En alltaf þegar ég set hann á botnin dettur hann á hliðina og hann reynir að snúa sér sjálfur við en hann getur það engann veginn.

Fiskurinn er held ég einshverskonar catfish þar sem að hann er með veiðihár.
Hann hefur alltaf haldið sig á botninum svo að hann er klárlega botnfiskur.
Hann er með stutt "veiðihár" og er brúnn með svörtum rönd-doppum einhverneginn..

http://www.tjorvar.is/html/pictus.html

Líkist þessum á myndinni, ekki svona löng "veiðihár"

Er hægt að bjarga honum ? :)
ég er búin að setja salt i búrið, Er bara einhvað meira sem ég get gert
p.s. ég veit ekki sýrustigið í búrinu ef að þið eruð að hugsa um það.
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold :(
krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: botnfiskur á hliðinni

Post by krebmenni »

ég er nú ekki mest fróðasti um fiska enn mér finnst oftar verið að mæla með allavega 50% vatnskipti
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: botnfiskur á hliðinni

Post by Tango »

þeir leggjast nú stundum á hliðina þessir en aldrei gæti ég náð mínum og haldið á honum, hvað ertu að gefa honum að borða? prufaðu blóðorma þeir eru alveg vitlausir í þá hjá mér
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
Post Reply