Latur Black Molly

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Latur Black Molly

Post by PerlaD »

Hæhæ og takk fyrir frábært spjall.

Er með 70L búr í því búa:

7 cardinálar
2x Black Molly + tvö got (eldra gotið er samt bara með einhverjum 8 seiðum eftir)
3 Sverðdraga
2 eplasnigla
1 glersugu
3 rækjur
1 guppy

Fyrir svona 3 dögum tók ég eftir því að BlackMolly kerlan varð allt í einu löt með sporðinn. Eins og hún gæti ekki hreift hann og hallar alltaf upp á við. Svo í gær þá tók guppy karlinn upp á því að drepast. Mér fanst hann hálf aumingjalegur og setti hann í seiðabúrið og svo bara drapst hann.

Veit einhver hvað er í gangi?

Er of mikið af fiskum í búrinu?
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Latur Black Molly

Post by Sibbi »

Ég held að þú sért ekkert með of mikið af fiskum í búrinu, (trúlega éta Sverðdragarnir og Molly_arnir eitthvað ad seiðunum).

Gott væri ef þú kæmir með aðeins meyra af upplýsingum, td.:
Hvenar hafðir þú síðast vatnaskipti?
Hve oft hefur þú vatnaskipti?
Hversu mikið skiptir þú út af vatni þegar þú hefur vatnaskipti?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Re: Latur Black Molly

Post by PerlaD »

50% vatnaskipti 1x í viku, það er bara til að hafa góð gæði því dælan er ekkert sérstök...
Það voru gerð vatnaskipti fyrir 5 dögum og svo aftur í dag bara til að ath hvort að það skáni eitthvað.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Latur Black Molly

Post by Sibbi »

Ekki eru vatnaskiptin of lítil eða sjaldan,, of mikil að mínu mati.
Hef fulla trú á að einhver snillingurinn hér á spjallinu átti sig á hvað er að ské hjá þér.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Re: Latur Black Molly

Post by PerlaD »

Takk fyrir að reina :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Latur Black Molly

Post by Elma »

vatnsskipti eru aldrei of mikil Sibbi :)

en það er eitthvað að angra fiskana allavega,
einhver sjúkdómur, gæti verið Hexamita
eða snýkjudýr í tálknunum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
PerlaD
Posts: 21
Joined: 27 Nov 2011, 10:44

Re: Latur Black Molly

Post by PerlaD »

ok, hvernig finn ég það út? og hvað er hægt að gera?
Post Reply