Rót sem litar frá sér.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Rót sem litar frá sér.

Post by Frikki21 »

Ég keypti mér rót fyrir allavegana 4-5 mánuðum og setti ég hana fyrst í fötu í nokkra daga og var duglegur að skipta um og setti síðan rótina í búrið. Rótin var í búrinu í c.a 3 mánuði þangað til að ég gafst uppá á henni. Rótin litaði frá sér og eftir svona 3 daga eftir vatnaskipti var vatnið alltaf orðið frekar brúnt og ógeðslegt þannig að ég tók rótina upp úr og eftir tvo vatnaskipti var vatnið orðið eðlilegt. ég setti rótina aftur í fötu og hún litar enn frá sér. Er einhver með ráð til að losna við það ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Rót sem litar frá sér.

Post by Sibbi »

Keyptir þú þessa rót í fiskabúð?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rót sem litar frá sér.

Post by keli »

Rætur gera þetta. Maður losnar sjaldanast alveg við þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Rót sem litar frá sér.

Post by Frikki21 »

Ég keypti hana í fiskó !

En já þetta er bara svo mikið, ég þyrfti að gera vatnaskipti á tveggja daga fresti til að halda vatninu alveg tæru.
Ég gerði líka svona kókoshnetu helli og ég er búin að losna við að hún liti frá sér. Samt mikklu styttra síðan hún fór í búrið.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Rót sem litar frá sér.

Post by Agnes Helga »

Ég var líka að kaupa rót í fiskó fyrir mjög stuttu, ég skolaði hana mjög vel og lét renna á hana heitt vatn í smá tíma í baðinu, hún litaði aðeins sjáanlega í 54 L búrinu mínu en ég verð ekki vör við að hún liti að viti í 220 L búrinu. Svo er eg líka með kókoshnetuhella sem hafa aldrei litað, en ég sauð þá nokkrum sinnum og hætti þegar lítill litur kom með vatninu úr pottinum.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Rót sem litar frá sér.

Post by Elma »

Ekkert að því þó að rót liti vatn nema þér líki það ekki
fagurfræðilega séð, fiskarnir fíla þetta :-)
Gætir prófað að taka rótina upp úr og láta hana
í uppþvottavél (auðvitað án sápu)
kannski dugar það.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Rót sem litar frá sér.

Post by Frikki21 »

Spurning um að sjóða rótina ?
Það var bara svo ljótt að sjá litinn á vatninu eins og það væri aldrei þrifið.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Post Reply