Hjálp-snöggar hitabreytingar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
emria
Posts: 27
Joined: 13 Aug 2007, 19:22

Hjálp-snöggar hitabreytingar

Post by emria »

Mig vantar ráð.

Ég er með lítið fiskabúr og í því tvo litla gullfiska.

Ég tók eftir því að fiskarnir voru ekki hressir og í ljós kom að vatnið hafði hitnað töluvert, var orðið volgt.
Ég er ekki með neina lýsingu eða neitt þannig. Ég er hins vegar með dælu. Getur dælan hafa bilað og hitað vatnið? Það heyrast engin óvenjuleg hljóð í henni. Það var auk þess komin súr lykt af vatninu, það er samt sem áður alveg víst að það er ekki vegna of-fóðrunar eða fátíðra vatnsskipta!

Ég skipti um 50% af vatninu og fiskarnir eru orðnir hressir.

Hver er líkleg skýring á hitabreytingunum? Er dælan að ,,bræða úr sér"?

Kv., ,,emria".
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Hjálp-snöggar hitabreytingar

Post by Vargur »

Hvað hitnaði vatnið mikið ? Ef dælan hitnar það mikið að hún nái að breyta hitastiginu á stuttum tíma þá er hún ónýt eftir það og virkar ekki.
Hvernig veistu að vonda lyktin er ekki vegna ónægra vatnskipta og/eða offóðrunar, ertu búinn að mæla vatnið ? Mikill þörungur getur þó myndað lykt en það er meira svona eins og gróðurlykt.
emria
Posts: 27
Joined: 13 Aug 2007, 19:22

Re: Hjálp-snöggar hitabreytingar

Post by emria »

Ég skipti um 50% vatn á viku-fresti, er með pellets og þeir fá eitt pellet per fisk..
Það var orðið hland-volgt, er því miður ekki m. hitamæli.
Post Reply