hvernig losna ég við þörung?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

hvernig losna ég við þörung?

Post by ellixx »

þetta er í 180 litra juwelnum og er nánast búinn að lita bakgrunninn grænan og allir steina eru orðnir svona loðnir af dökk grænum brúskum,sé að það koma svona doppur á glerið og út úr þeim vex þörunga brúskur dökk grænn.

í búrinu er engin gróður ,bara möl og grjót.
það eru malawi sikliður og ancistrur í búrinu.

öll hjálp og ráðlegingar eru vel þegnar.

kveðja
Erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by pjakkur007 »

SAE er nokkuð duglegur við að plokka þennan þörung í burtu en litnum nærðu ekki svo ég vitinema með eitthverjum sniglum sem ég man ekki hvað heita, gæti líka hjálpað að minnka lýsinguna un 1/2 tíma til klukkutíma á dag þá dregur úr vexti þessa þörungs.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by Agnes Helga »

Tekið af; http://www.aquariumalgae.blogspot.com/
Fer niður að black bearded algae.

Unstable CO2 levels will induce BBA!
The best way to combat Brush algae is by maintaining CO2 at 30ppm, nitrates at 15ppm and phosphates at 0.5ppm. Leaves that are badly overtaken should be discarded. Observations;When I had a problem with BBA, I dosed 1ml per 50 liters of Easy Carbo (equivalent to Flourish Excel) every other day for a week. The algae turned purplish/pinkish and disappeared. Maintaining sufficient CO2 level and is the best way in controlling this algae. Siamese Algae Eater will eat BBA.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by Agnes Helga »

og ætli þessi snigill sem þú sért að meina sé ekki Neritina zebra? Þeir éta þennan græna harða þörung sem er erfitt að ná.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by Elma »

gefa minna og láta malawi fiskana um að kroppa í þörunginn?
þeir ættu að gera það allavega.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by ellixx »

já nú verða þeir sveltir í nokkra daga :twisted: .

hvar fær maður svona snigil eða sniggla ?

er ekki til þörunga eitur sem maður skvettir út í búrið og drepur þetta án þess að drepa fiskana ? :oops:

takk fyrir svörin
kveðja
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by Bambusrækjan »

Ef þú ert ekki með gróður í búrunum þá væri ráð að minnka ljóstímann á þeim.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by ellixx »

já ég þarf að setja timer á búrið ,oftast er ekki kveikt nema frá 18:00 - 23:00
hef þó staðið konuna af því að kveikja á búrunum kl 08:00 á morgnana og ekki verið slökt fyrr en kl 23:00 á kvöldin.
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by prien »

Hvernig er vatnsskiptum háttað hjá þér?
Í gróðurlausu búri myndi ég álikta að þú þyrftir að vera með örari vatnsskipti, því þar er þörungurinn einn um næringuna.
500l - 720l.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by ellixx »

50-60 % aðra hverja helgi .
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by prien »

ellixx wrote:50-60 % aðra hverja helgi .
Þá myndi ég auka vatnskipti í 50-60% 1x í viku.
Það er líka annað trikk sem ég hef lesið um í erlendum fiskatímaritum.
Það snýst um að rjúfa ljósatímann.
Ef þú ert t.d. með 8klst ljósatíma, þá að slökkva ljósin eftir 4ar klst og láta þau vera slökkt í 2vær klst og svo kveikt í 4ar klst.
Þetta á ekki að hafa nein áhrif á gróður en á að fara illa í þörung.
500l - 720l.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by Guðjón B »

Vá hvað ég er að fara ger það hjá mér, ég hata þörunginn í mínu búri. Ég er með 'digital' tímarofa svo það verður auðvelt.

Mæli með 'digital' fyrir þig Ellixx. Fáðu þér samt einhvern sem er einfaldur, ég var í margar vikur að læra á minn.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by Sven »

Þú getur drepið þetta með því að taka smá vatn úr búrinu og skella smá slettu af súrvatni á þörungana (fæst í öllum apótekum). Ekki hafa áhyggjur af súrvatninu, það má alveg fara útí vatnið, þú heyrir að það *fissar* svolítið í þessu þegar það virkar. Ef þú ert eitthvað stressaður yfir að nota þetta, prófaðu þá bara á 2-3 staði fyrst, sérð svo að þetta verður svona skær-fjólublátt eða bleikleitt eftir svolítinn tíma (daginn eftir), þá er þörungurinn dauður.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by diddi »

Guðjón B wrote:Vá hvað ég er að fara ger það hjá mér, ég hata þörunginn í mínu búri. Ég er með 'digital' tímarofa svo það verður auðvelt.

Mæli með 'digital' fyrir þig Ellixx. Fáðu þér samt einhvern sem er einfaldur, ég var í margar vikur að læra á minn.
persónulega finnst mér algjör óþarfi að vera með eitthvað digital. er með 2 venjulega sem ég keypti í ikea á einhvern 600 kall og þeir hafa ekkert klikkað hingað til og búinn að vera með þá ábyggilega í 3 ár.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by keli »

diddi wrote: persónulega finnst mér algjör óþarfi að vera með eitthvað digital. er með 2 venjulega sem ég keypti í ikea á einhvern 600 kall og þeir hafa ekkert klikkað hingað til og búinn að vera með þá ábyggilega í 3 ár.
Sammála. Ég er með sömu ikea stillana.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by Guðjón B »

diddi wrote:
Guðjón B wrote:Vá hvað ég er að fara ger það hjá mér, ég hata þörunginn í mínu búri. Ég er með 'digital' tímarofa svo það verður auðvelt.

Mæli með 'digital' fyrir þig Ellixx. Fáðu þér samt einhvern sem er einfaldur, ég var í margar vikur að læra á minn.
persónulega finnst mér algjör óþarfi að vera með eitthvað digital. er með 2 venjulega sem ég keypti í ikea á einhvern 600 kall og þeir hafa ekkert klikkað hingað til og búinn að vera með þá ábyggilega í 3 ár.
Er hægt stilla þá svo það kveikni á ljósunum oft á dag?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by pjakkur007 »

jam sleppir bara að ýta nokkrum tökkum inn.

ps
Ef þið farið í Tiger í kringluni kosta þessir tímarofar 500 kall
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by prien »

Guðjón B wrote:
diddi wrote:
Guðjón B wrote:Vá hvað ég er að fara ger það hjá mér, ég hata þörunginn í mínu búri. Ég er með 'digital' tímarofa svo það verður auðvelt.

Mæli með 'digital' fyrir þig Ellixx. Fáðu þér samt einhvern sem er einfaldur, ég var í margar vikur að læra á minn.
persónulega finnst mér algjör óþarfi að vera með eitthvað digital. er með 2 venjulega sem ég keypti í ikea á einhvern 600 kall og þeir hafa ekkert klikkað hingað til og búinn að vera með þá ábyggilega í 3 ár.
Er hægt stilla þá svo það kveikni á ljósunum oft á dag?
Þú stillir Ikea tímarofana allveg eins og þú þarft.
Tíminn á þeim hleypur á 30 mín.
500l - 720l.
vikar m
Posts: 124
Joined: 10 May 2010, 22:02
Location: akureyri
Contact:

Re: hvernig losna ég við þörung?

Post by vikar m »

ég er líka í vandræðum með þörung sem hljómar nákvæmlega eins og hjá þér elixx en ég er með plöntur og búrið mitt er minna getur einhver hjálpaðmér með þetta
ég er alveg kex óður í fiska
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/

:hákarl: :sybbinn:
Post Reply