Nýr fugl á heimilið

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Nýr fugl á heimilið

Post by Vargur »

Tók að mér nýjan fugl í gær. Þetta er dísukarl sem fannst í Hafnarfirði og þrátt fyrir að hafa verið auglýstur hefur engin gefið sig fram sem eiganda.
Fuglinn er þrælspakur og rólegur og fínasta viðbót við ástargaukana tvo sem voru fyrir á heimilinu.

Image
Hmm... :wink:

Image

Honum var fundið heimili í búrinu hennar Skottu, hringhálsans sem týndist rétt fyrir gamlárs, hann kann vel við sig í búrinu en kýs þó helst að leggja sig á tánum eða ristinni á manni og hefur því fengið nafnið Lappi.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sætur fugl.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

virkilega fallegur, vel haldin og flottur í fiðrinu
Bara krútt :wub:
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lappi er aldeilis ekki ósáttur á Vargstöðum, hann virðist almennt alsáttur og tekur því jafnvel ágætlega þegar Vargur jr. er að atast í honum.

Image
Image
Hann er nú samt ekkert sáttur við litla putta.

Image
Hinir fuglarnir vilja stelast í matin.

Image
Image
Er ekki ágætt að setja líka inn myndir af ástargaukunum svo þeir móðgist ekki.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Æðislegar myndirnar af jr.
Borðar dísan bara korn eða vill hann líka grænmeti?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hann hefur ekki litið við grænmeti eða öðru sem honum er boðið ef undanskilin er pizza en kappinn er vitlaus í pizzuskorpuna.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ástargaukurinn Þyrla er alger flóttasnillingur, hún finnur sér leið út úr búrinu ef einhver glufa er og eiðir miklum tíma í að leysa þær þrautir sem eiga að koma í veg fyrir flótta.
Um daginn komst hún út en ekki inn aftur og var ein úti í heilan dag, þegar hungrið fór að segja til sín tróð hún sér inn í lokað búrið hjá dísarfuglinum Lappa.

Image
Lappi lét sér fátt um finnast sem er undarlegt þar sem fuglar verja oft sitt heimili af hörku. Þau voru samt engir vinir og hvæstu aðeins hvort á annað.
Post Reply