Tíkina Heru vantar heimili

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Tíkina Heru vantar heimili

Post by Birkir »

Image

Sæl öll sömul.

Eðalblendingstíkin Hera verður 3 ára á þessu ári. Hún er frábær. Hvers manns hugljúfi. Auðvelt að kenna henni, geltir ekki inni, út í loftið eða á fólk af handahófi. Búrvön og bílvön með eindæmum. Gengur vel um innandyra og lætur allt nag eiga sig. Kemur vel saman við flesta aðra hunda.

Hún er við hestasheilsu og hefur hlotið allar þær sprautur sem þarf og farið í tjékk hjá dýraklækni hvað varðar almennt hreysti og heilsu og staðist með glans.

Hún er yfirveguð en að sama skapi er hún mikill útihundur ef möguleiki er á slíku. Er í fantasformi og finnst gaman að hlaupa, fara á fjöll, synda og djöflast. Eftir slíkt er hún mjúk sem smjör.

Hér er að finna mjög mikið af upplýsingum um hana frá fyrsta degi til þessa: http://hundaspjall.is/phpbb/viewtopic.p ... highlight=

Nokkrir Hundaspjallsnotendur þekkja hana persónulega og getas klárlega veitt henni góð meðmæli.

Ég óska þess að hún eignist nýja eigendur sem fyrst, sérstaklega ef fólkið er duglegt við að fara út, hreyfa sig og leika. Best væri auðvitað að komast í sveitina eða út á land, en þasð er ekki skilyrði.

Skilyrði er hins vegar gott heimili þar sem ríkir skilningur á þörfum dýra, þar sem áreitið er ekki óæskilegt og engin hætta á félagslegri eða líkamlegri vanrækslu.

Hún á allt hið besta þessi elska enda búin að veita ófáum aðilum mikla gleði og hlátursköll.

Ég flyst af landi brott í lok maí eða byrjun júní 2010, þess vegna vil ég fara að tala við gott fólk sem fyrst.
Mögulega fer ég eitthvað fyrr en eins og staðan er í dag, eru ekki sérlega miklar líkur á því.

Ef þið hafið áhuga eða þekkið fólk sem er í hundahugleiðingum og langar í meistaralega viðbót við sína fjölskyldu, hafið endilega samband í gegn um email birkirAS@yahoo.com

Hafið bestu þakkir fyrir.


Image
Image
Image
Image
Post Reply