Search found 312 matches

by Hrafnkell
13 Sep 2008, 00:08
Forum: Aðstoð
Topic: Útibúr
Replies: 11
Views: 7851

Já og stærra búr ætti auðvitað auðveldara með að þola hitastigssveiflur vegna varmans sem vatn getur haldið í sér.

Alltaf gott að hafa afsakanir fyrir stórum búrum :)
by Hrafnkell
12 Sep 2008, 23:41
Forum: Aðstoð
Topic: Útibúr
Replies: 11
Views: 7851

Re: Útibúr

Er eitthvað því til fyrirstöðu að hafa fiskabúr utandyra? Þá hef ég aðallega áhyggjur af frosti á veturnar. En væri eitthvað annað sem þyrfti að hafa áhyggjur af ef ég gef mér það að búrið væri með hitara og í skjóli frá sól, snjó, roki & rigningu? Ég held það væri mjög sniðugt og skora á þig a...
by Hrafnkell
12 Sep 2008, 11:10
Forum: Almennar umræður
Topic: Digital hitamælir á $3.99 með sendingarkostnaði
Replies: 32
Views: 30069

Eina sem kostar er tollskýrslan þegar þetta kemur, og hana geturðu gert sjálfur á 5mín. Já það er vel hægt að gera sjálfur tollskýrsluna. Mér hefur reyndar aldrei tekist að gera það á 5 mínútum, en það er kannski æfingarleysi :) Ef maður gerir tollskýrsluna sjálfur, þarf maður ekki að fara með hana...
by Hrafnkell
11 Sep 2008, 12:36
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Gróðurbúrið mitt :)
Replies: 15
Views: 17811

Hvað er rútínan við búrið og hvaða næringu ertu að gefa?
Ertu með næringarríkt botnlag? CO2?

"Sólbrennda" Sessiliflora þekki ég. Það sýnist mér vera tákn um næringarskort. Hún litast svona nálægt ljósnu hjá mér frekar ef næringu skortir.
by Hrafnkell
10 Sep 2008, 10:43
Forum: Föndurhornið - Gerðu það sjálfur
Topic: CO2 tilraunir: Heimagert kerfi fyrir Juwel búr
Replies: 5
Views: 9039

Sven wrote:ertu með 4°kh vökva í checkernum?
Já. Vökvinn fylgdi með og skv. fyrirspurn til Cal Aqua Labs þá er þetta 4dKH vökvi með bromythmol bláu sem litavísi.
by Hrafnkell
10 Sep 2008, 09:42
Forum: Föndurhornið - Gerðu það sjálfur
Topic: CO2 tilraunir: Heimagert kerfi fyrir Juwel búr
Replies: 5
Views: 9039

Sven wrote:lýst vel á þetta. Þrælvirkar þetta ekki?
Langtímavirknin á eftir að koma í ljós. En drop checkerinn er farinn að verða pínu gulur. CO2 styrkurinn í vatninu hefur því hækkað svo eitthvað gagn er þetta að gera.
by Hrafnkell
09 Sep 2008, 23:51
Forum: Föndurhornið - Gerðu það sjálfur
Topic: CO2 tilraunir: Heimagert kerfi fyrir Juwel búr
Replies: 5
Views: 9039

CO2 tilraunir: Heimagert kerfi fyrir Juwel búr

Þegar CO2 er dælt út í vatnið í gróðurbúrum þarf að leysa CO2 gasið upp í vatninu svo það nýtist. Þetta er erfitt að gera vel. Ein leið til þess er að láta CO2 gasið fara í gegnum dælu þannig að spaðar dælunnar hræri vel í vatninu og brjóti stórar CO2 gas loftbólur upp í minni loftbólur. Juwel búr h...
by Hrafnkell
09 Sep 2008, 17:08
Forum: Sikliður
Topic: Malawí búrið okkar
Replies: 34
Views: 39904

hlb wrote: Það er næst á dagskrá að útbúa "ryksugu" úr 1/2l kók flösku með slöngu og ryksuga botnin við vikuleg vatnaskipti.
Lýst vel á það.

Þótt það sé einfalt er svona ryksuga svo gagnleg. Taktu myndir og deildu með lesendum öðrum til lærdóms og hvatningar :)
by Hrafnkell
09 Sep 2008, 12:45
Forum: Sikliður
Topic: Malawí búrið okkar
Replies: 34
Views: 39904

Mestu skiptir að hafa náð að bjarga fiskunum! Vel gert!

Segðu mér annars, ertu ekki duglegur að "ryksuga" botninn þegar þú skiptir (helst vikulega) um vatn?
by Hrafnkell
08 Sep 2008, 21:53
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Vikusprettan
Replies: 13
Views: 16674

jeg wrote:Hvað er þetta stórt búr hjá þér ?
125L skv. framleiðanda sem er Juwel.
Þetta er Juwel Rio 125 búr.
by Hrafnkell
08 Sep 2008, 20:45
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Ljós
Replies: 11
Views: 13704

High pressure sodium og high pressure mercury vapor kemur til greina. Báðar tegundirnar eru notaðar í ljósastaura og gróðurhús. Sodium (natrium) ljósin eru þessi appelsínugulu og mercury (kvikasilfur) ljósin þessi bláleitu. Spektrið úr þeim er trúlega bara stakir litir, verður aldrei fallegt fyrir a...
by Hrafnkell
08 Sep 2008, 20:43
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Vikusprettan
Replies: 13
Views: 16674

Hvað grisjar þú gróðurinn með löngu millibili ? Grisja gróðurinn vikulega, mismikið eftir tegundum. L. Sessiliflora (löngu stönglarnir með klappstýru brúskunum) þarf að vera harðastur við. Rífa hana verulega niður í hverri viku því á föstudögum er vatnsflæðið í búrinu orðið verulega takmarkað af he...
by Hrafnkell
08 Sep 2008, 20:36
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Vikusprettan
Replies: 13
Views: 16674

Síkliðan wrote:Gerir CO2 systemið muninn?
CO2 já, ásamt töluverðri lýsingu (3x18W T8 flúrljós + 1x 24W T5HO flúrljós) og töluverðri næringargjöf bæði Nitrat/Fosfat/Kalium og snefilefni s.s. járn.

CO2 eitt og sér myndi ekki ná fram þessum vexti.
by Hrafnkell
08 Sep 2008, 18:27
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Vikusprettan
Replies: 13
Views: 16674

Vikusprettan

Image
30. ágúst 2008

Image
5. sept 2008

Estimative Index næringargjöf og CO2 úr heimabruggi.
by Hrafnkell
08 Sep 2008, 13:44
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Ljós
Replies: 11
Views: 13704

ulli wrote:ég myndi bara bætta ínni moon light fluorperum til að fá bláa litinn.
Það væri reynandi að gera það. Það er þó líklegt að það þurfi ansi margar flúrperur til að keppa við ljósmagnið frá þessum kösturum.
by Hrafnkell
08 Sep 2008, 11:08
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Ljós
Replies: 11
Views: 13704

Litur ljóssins er mjöög gulur ef þetta er 2000 kelvin. Trúlega myndi gróður vaxa vel í ljósinu en það væri frekar leiðinlegt að horfa á hann, trúlega eins og að horfa á gróður í gróðurhúsi :)

Ég er lítill saltari, en held að það þurfi miklu hærri litahita (kelvin) fyrir saltbúr, 6-8000 Kelvin.
by Hrafnkell
05 Sep 2008, 22:23
Forum: Almennar umræður
Topic: Project Barbapabbi
Replies: 62
Views: 43079

Unglingarnir eru greinilega orðnir kynþroska! Slatti af hrognum sem virðast vera frjóvguð á botni búrsins. Nú eru flutt inn í búrið eplasnigill og 8 ancistruseyði (1-2cm að stærð, frá Pípó) í búrið. Spurning hvort þetta nær að klekjast út og þá hvort að unglingarnir éta ekki afkvæmi sín. Kannski er ...
by Hrafnkell
04 Sep 2008, 09:56
Forum: Aðstoð
Topic: þörungur í slöngu!
Replies: 19
Views: 13762

Re: þörungur í slöngu!

Rodor wrote: Image
Hvar færðu svona U á slönguna?
by Hrafnkell
03 Sep 2008, 23:33
Forum: Aðstoð
Topic: þörungur í slöngu!
Replies: 19
Views: 13762

slangan er fín og ekkert sprungin eða neitt.... var að spá í hvort að það borgaði sig en hún er sverari en venjulegar og sambærileg slanga væri sennilega eheim dæluslöngurnar og þá eru 10 til 15 metrar alveg slatta dýrt! Þú færð glærar slöngur í Byko í ýmsum sverleikum sem trúlega kosta mun mina en...
by Hrafnkell
03 Sep 2008, 10:42
Forum: Aðstoð
Topic: Kítti, plexigler ?
Replies: 7
Views: 6996

Re: Kítti, plexigler ?

Góðann daginn. Ég er að smíða mér búr úr plexigleri (það heitir reyndar lexan), og var að pæla hvort maður geti notað eins kítti og maður notar fyrir glesbúr. Það er hægt að kaupa "fiskabúrs" kitti í byko. Veit einhver eitthvað um þetta ? Lexan er ekki það sama og plexigler. Lexan er plas...
by Hrafnkell
01 Sep 2008, 22:26
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Gróðurbúr Guðrúnar!
Replies: 147
Views: 183617

Mælingar núna: Co2 ca 26mg/líter Po4 um 2mg/líter No3 um 20mg/líter (orðið of hátt fyrir fiskana að mínu mati) No3 á að vera alveg óhætt fyrir fiska mun hærra en 20mg/líter. Þekki svosem Diskusa ekki.... Ef ég skil EI rétt snýst þetta um að halda næringu í algjöru hámarki en koma í veg fyrir ofsköm...
by Hrafnkell
30 Aug 2008, 22:12
Forum: Aðstoð
Topic: Powerhead
Replies: 3
Views: 3926

Powerhead er fínt fyrir fiskana en ekkert sérstaklega æskilegt í gróðurbúr. Það virðast skiptar skoðanir á því eins og öðru :) Það ætti einmitt að vera fínt að fá meiri hreyfingu á vatnið til að tryggja að CO2 dreifist sem best um búrið og að plöntunum, sama á við næringarefni. Þéttvaxnar plöntur d...
by Hrafnkell
29 Aug 2008, 22:43
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Gróðurbúr Guðrúnar!
Replies: 147
Views: 183617

Fosfat er ekkert "way off", þeir sem nota Estimative Index aðferðina (sbr. undirritaðan) til að reka gróðurbúr stefna að fosfatstyrk (PO4) milli 1-3ppm. Mér skilst á plöntugúrúunum á BarrReport.com að fosfatmælitestin séu sérlega ónákvæm. Er eitthvað meiri vinna fyrir þig að gera 50% vatns...
by Hrafnkell
28 Aug 2008, 10:46
Forum: Aðstoð
Topic: að sér smíða búr...
Replies: 22
Views: 15026

Skriðdýrabúr getur verið úr mun þynnra gleri en fiskabúr þar sem glerið þarf ekki að standast þrýsting vatnsins.
by Hrafnkell
27 Aug 2008, 22:30
Forum: Aðstoð
Topic: gler
Replies: 12
Views: 7983

Re: gler

hérna ég er að smíða fiska búr ég var að spá hvað það þarf þykkt gler í búr sem er l:80B:40h:40? Þessi vefsíða segir þykktina á glerinu ráðast fyrst og fremst af hæð vatnsins fremur en lítrafjölda. Það hljómar sannfærandi. Þar stendur As a guide, I recommend the water height should be no more than ...
by Hrafnkell
27 Aug 2008, 22:20
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Gróðurbúr Guðrúnar!
Replies: 147
Views: 183617

Þetta er stórglæsilegt og mjög gaman að fylgjast með!

En (hóst hóst), hvað varð um GRÓÐURumfjöllunina ;)
by Hrafnkell
27 Aug 2008, 13:02
Forum: Aðstoð
Topic: að sér smíða búr...
Replies: 22
Views: 15026

by Hrafnkell
27 Aug 2008, 12:46
Forum: Aðstoð
Topic: að sér smíða búr...
Replies: 22
Views: 15026

Piranhinn wrote: 8mm er mjög gott í botninn, 6 mm í hliðar er meira en nóg.
Af hverju þykkara í botninn?

Það er ekki botnglerið sem ber neinn þunga heldur borðið/skápurinn sem búrið stendur á.
by Hrafnkell
27 Aug 2008, 12:38
Forum: Aðstoð
Topic: að sér smíða búr...
Replies: 22
Views: 15026

animal wrote:hringdu í Íspan, 8mm sem þú þarft
Er það ekki vel í lagt?

Spyr sá sem ekki veit.