Search found 357 matches

by RagnarI
15 Mar 2008, 19:23
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

já kominn tími á öppdeit mamma seiðanna og ungi sverðdragakarlinn ákváðu að yfirgefa þennan heim og enda líf sitt á gólfinu(hoppuðu út um handföngin á balanum og þannig undir handklæðið og útá gólf) skellti mér til borgar óttans í nokkra daga og í dag rétt áður en ég fór heim kom ég við í gæludýrabú...
by RagnarI
13 Mar 2008, 19:25
Forum: Almennar umræður
Topic: *Ingu búr*
Replies: 245
Views: 129831

jújú sá var maðurinn
by RagnarI
13 Mar 2008, 18:58
Forum: Almennar umræður
Topic: *Ingu búr*
Replies: 245
Views: 129831

já þetta er flott búr hjá ykkur

btw sá ykkur í dýragarðinum í dag
by RagnarI
10 Mar 2008, 15:04
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

smá uppfærsla hérnamegin. tók handklæðið af balanum og mér til mikillar ánægju voru skrilljón og eitt sverðdragaseiði syndandi um og bjargaði ég þeim í gotbúr sem nú flýtur um í balanum:D
by RagnarI
10 Mar 2008, 12:08
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

nei nei það var allt í lagi með kommóðuna hún hélt því alveg uppi og jafnvel meira til en nú er hún öll bólgin og ógeðsleg og ég treysti henni ekki lengur undir fiskabúr og hún er aldrei í notkun svo að hún er alltaf lokuð
by RagnarI
10 Mar 2008, 00:55
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

já kommóðan sem var undir þessu er ónýt og ég var eiginlega bara heppinn að hafa verið vakandi þegar þetta gerðist því að kommóðan er ansi nærri fjöltengi þar sem allt rafmagnið sem ég nota í herberginu er í sambandi (það er bara ein innstunga, er í mjööög gömlu húsi) og Andri það var akkurat hugmyn...
by RagnarI
10 Mar 2008, 00:48
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

jæja nú er nóg komið fyrir viku síðan byrjaði búrið mitt að leka og hafði ég þá snarlega samband suður fékk nýtt búr á fimmtudag og setti það upp(fiskarnir þurftu að hýrast í 16 lítra búri og skúringafötu(sem er nú bara í fiskana en ekki skúringar) frá mánudegi fram á fimmtudag),fyrir sirka klukkutí...
by RagnarI
02 Mar 2008, 18:58
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

jæja nú drápust hjá mér 3 otocinclusar ogeinn humar allt í sömu vikunni. er að fara suður núna í þarnæstu viku og er að spá hvort ég geti bætt einhverjum fiskum við þetta eða hvort þetta sé þegar orðið of mikið. þarf amk að bæta við sverðdragakellum þar sem að 3 kallar er feikinóg fyrir aðeins eina ...
by RagnarI
01 Mar 2008, 20:51
Forum: Almennar umræður
Topic: spes fiskar...
Replies: 5
Views: 6148

stendur nú reyndar þarna neðst hjá danióunum að þeir séu "genetically engineered"

hérna er meira að segja síða um þá
http://www.glofish.com/about.asp#science_1

mér þykja þeir eitursvalir og væri alveg til í að eignast svona
by RagnarI
28 Feb 2008, 21:59
Forum: Aðstoð
Topic: Veikur otocinclus ?
Replies: 6
Views: 11130

Jæja nú eru allir 3 nýju otocinclusarnir mínir farnir og annar humarinn líka

Humarinn var ekkert búinn að borða í mánuð

og ein spurning til humareigenda hafa humrarnir hjá ykkur verið að sniðganga mat. hinn humarinn hefur fúlsað við 2 otocinclusum og einum cherry barba
by RagnarI
24 Feb 2008, 21:26
Forum: Gotfiskar
Topic: Sverðdragar og gróður :x
Replies: 1
Views: 3050

Sverðdragar og gróður :x

já sverðdragarnir hjá mér eru núna í voða góðum fíling að tæta niður egeria densa og hornkraut hjá mér. get ég á einhvern hátt fengið þá til að hætta þessu. er hægt að nota þessar plöntur sem flotgróður?
by RagnarI
19 Feb 2008, 21:36
Forum: Aðstoð
Topic: Veikur otocinclus ?
Replies: 6
Views: 11130

skoðaði hann betur núna áðan hann er svolítið úfinn þannig að ég held þetta sé positive dropsy. er það smitandi? ætti ég að láta hann fara eða lagast það?
by RagnarI
19 Feb 2008, 20:26
Forum: Aðstoð
Topic: Veikur otocinclus ?
Replies: 6
Views: 11130

ef eitthvað er að marka þessi tetra test þá er allt í lagi með vatnið hjá mér en þar sem miklar breytingar hafa verið á búrinu gæti þetta þá verið útaf stressi er þá til einhvers að vera að skipta um vatn
ég skipti síðast um í gær.
by RagnarI
19 Feb 2008, 16:58
Forum: Aðstoð
Topic: Veikur otocinclus ?
Replies: 6
Views: 11130

Veikur otocinclus ?

Já ég er semsagt með 3 Otocinclus Affinis í búrinu mínu og rétt áðan tók ég eftir því að augun á einum þeirra eru útstæð en annað virðist ekki vera að honum, hann syndir um, virðist sjá, ekkert bólginn eða þrútinn og er ekki með hvíta bletti þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað gæti verið að honum....
by RagnarI
18 Feb 2008, 16:29
Forum: Almennar umræður
Topic: Hvað áttu marga fiska ?
Replies: 45
Views: 30809

jah maður fær liggur við minnimáttarkennd

ég er með:

5x sverðdraga
3x gúbbý karla
3x otocinclus affinis
1x otocinclus vittatus

og svo 2 humrar

semsagt 12 fiskar og 2 humrar
by RagnarI
07 Feb 2008, 23:35
Forum: Gotfiskar
Topic: nokkrar spurningar
Replies: 19
Views: 18363

haha já veit ekki alveg hvað ég var að pæla mig langar bara til að vera alveg geðveikt góður stóribróðir.
en Vargur gætirðu vesenast í pöntuninni minni um helgina ef ég bið þig rosa fallega og svo millifæri ég á mánudag :?:
by RagnarI
07 Feb 2008, 23:33
Forum: Gotfiskar
Topic: nokkrar spurningar
Replies: 19
Views: 18363

ég meina maður verður nú að gera það þegar yngsta systkinið horfir á mann sorgaraugum hvort það verði étið :cry:
by RagnarI
07 Feb 2008, 23:25
Forum: Gotfiskar
Topic: nokkrar spurningar
Replies: 19
Views: 18363

nokkrar spurningar

jæja í morgun vaknaði maður frekar myglaður og fór og kveikti ljósið í fiskabúrinu og gaf svo gúbbýkörlunum sínar 3 mínútur til að vakna. sit svo bara og klæði mig þegar ég sé eitthvað lítið og hvítt stefna upp með framglerinu á fiskabúrinu og einn gúbbýkarlinn sem greinilega fór snemma að sofa og v...
by RagnarI
07 Feb 2008, 22:23
Forum: Föndurhornið - Gerðu það sjálfur
Topic: java mosi á dælu?
Replies: 6
Views: 8839

ja en ef mér dytti nú í hug að selja búrið þá er ekki alveg nógu gott að dælan sé öll rispuð

annars líst mér ágætlega á hugmyndina .
by RagnarI
07 Feb 2008, 17:18
Forum: Föndurhornið - Gerðu það sjálfur
Topic: java mosi á dælu?
Replies: 6
Views: 8839

hvernig net þá?

ég er alveg út úr kú í þessu mér þykir dælan bara svo ljót að ég ákvað að finna eitthvað út.

þetta er svona TetraTec filterbox eitthvað alveg þvílíkt bákn en hitarinn er að vísu líka í því .

en éta sverðdragar nokkuð java mosa eða þá otocinclusarnir?
by RagnarI
07 Feb 2008, 17:06
Forum: Föndurhornið - Gerðu það sjálfur
Topic: java mosi á dælu?
Replies: 6
Views: 8839

já en að vera ekki með sokkinn yfir inntakinu, dælan má nefnilega ekki fara í kaf þetta er einhver tetra dæla sem er opin að ofan og má því ekki fara í kaf þannig að mín hugmynd var að smeygja sokknum upp á dæluna (hún er risastór og skera svo bara frá inntakinu
by RagnarI
07 Feb 2008, 16:50
Forum: Föndurhornið - Gerðu það sjálfur
Topic: java mosi á dælu?
Replies: 6
Views: 8839

java mosi á dælu?

Þar sem að java mosi getur fest sig við allan andsk.... datt mér í hug hvort hægt væri að fela dælubálknið með svoleiðis það er að segja setja nælonsokk utanum dæluna og taka frá inntakinu og binda svo bara javamosann í sokkinn. hvað er hann lengi að festa sig? hvernig líst ykkur á þessa hugmynd? ef...
by RagnarI
04 Feb 2008, 12:01
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

en hérna hvernig losnar maður við grugg?? lenti í þeim klaufaskap um helgina að reka dolluna í barminn á búrinu þegar ég var að gefa og núna er búrið svona dálítið gruggugt. fiskarnir una sér samt vel. einnig til plöntusérfræðinga: einhverjar uppástungur að plöntum í 60 l búr?
by RagnarI
31 Jan 2008, 22:50
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

það er nú ekki alveg málið sko það vottar fyrir smá sverði og hann er líka með "vininn". jah nema þetta sé eitthvað frík :shock:
by RagnarI
31 Jan 2008, 22:03
Forum: Almennar umræður
Topic: Búrið mitt
Replies: 90
Views: 102834

Búrið mitt

ég er með 60 lítra tetra aqua art búr í því eru : lifandi dýr: 2x fullorðinn rauður sverðdragi 1x kk svartur sverðdragi 3x kvk guppy mismunandi litir 1x kvk otocinclus vittatus 16l lítra 5x sverðdragaseiði ca 17 gúbbýseiði plöntur: 3x -ll- cacomba caroliniana 3x -ll- veit ekkert um hana svipuð hinum...
by RagnarI
31 Jan 2008, 21:54
Forum: Gróðurbúr og plöntur
Topic: Dracaena sanderiana
Replies: 2
Views: 4953

Dracaena sanderiana

ég fékk þessa plöntu frítt með fiskasendingu sem dróst um viku. það versta er að ég veit EKKERT um hana og er afar lélegur í ensku þannig að allir þeir sem vita eitthvað um hana eru afar fallega beðnir um að ausa úr fróðleiksbrunnum sínum hér: til dæmis: er þetta erfið planta ?? er t8 white pera nóg...
by RagnarI
13 Dec 2007, 17:28
Forum: Aðstoð
Topic: kannist þið við það??
Replies: 1
Views: 2682

kannist þið við það??

ég hafði samband við ónefnda dýrabúð áðan og afgreiðslumaðurinn sagði mér frá einhverjum ryksugum sem eiga að geta verið með bláhumrum þær heita ottó... eitthvað ekki vill svo til að einhver hér gæti vitað restina af nafninu? :?: