Search found 86 matches

by Elloff
12 May 2009, 13:20
Forum: Aðstoð
Topic: Sverðdragaseiði
Replies: 1
Views: 1936

Sverðdragaseiði

Var að kaupa kellingu sem gaut í pokanum, kom seiðunum fyrir í flotbúri, get ekki séð að þau séu með kviðpoka, er nóg að fóðra þau á muldum flögum?
by Elloff
20 Dec 2008, 14:18
Forum: Aðstoð
Topic: Súrefnisskortur?
Replies: 3
Views: 3148

Dælan er Tetra Tec 500 held ég, hún ýfir yfirborðið ekki nægilega vel held ég, sérstaklega ekki þegar ég er með búrið alveg fullt. Vatnsskipti eru vikulega þ.a. ég held að það sé ekki vandamálið.
by Elloff
20 Dec 2008, 13:28
Forum: Aðstoð
Topic: Súrefnisskortur?
Replies: 3
Views: 3148

Súrefnisskortur?

Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fá mér straumdælu í 250 lítra búrið mitt. Ég er með þörunga sem ég hef lesið mér til um á netinu að orsakist af of lítilli hreyfingu á vatninu m.a. og einnig eru trumpet sniglarnir í búrinu mikið á ferðinni í birtu og á glerinu sem er talið benda til súrefnissk...
by Elloff
22 Oct 2008, 21:45
Forum: Aðstoð
Topic: Veik bótía og "englahár"
Replies: 39
Views: 22412

Takk kærlega fyrir þessa umræðu, ég mun minnka gjöfina í þeirri von að þetta slý hverfi.

En er ég sem sagt að taka dæluna of oft og skipta um bómul og skola rest? Hef gert einu sinni í mán. hingað til.
by Elloff
20 Oct 2008, 22:52
Forum: Aðstoð
Topic: Veik bótía og "englahár"
Replies: 39
Views: 22412

Hvað segirðu Guðmundur, á ég að slaka á í umhirðunni? Þarf ég sem sagt ekki að taka dæluna svona oft? Tankurinn er á landsbyggðinni eins og eigandinn, þetta er stofustáss þ.a. ég legg svoldið mikið upp úr að þetta líti vel út en vill þó ekki gera það á kostnað fiskanna. Zebrarnir hafa hryngt í búrið...
by Elloff
20 Oct 2008, 22:25
Forum: Aðstoð
Topic: Veik bótía og "englahár"
Replies: 39
Views: 22412

Takk fyrir lífleg svör. Þegar ég segist "þrífa" dæluna þá á ég við að ég skipti um bómulinn, skola svampana, biokúlurnar og keramikið, allt upp úr vatni úr búrinu. Þetta er skv. leiðbeiningum sem fylgja dælunni. Ég skipti reyndar líka um kolin mánaðarlega, var reyndar lengi vel ekki með ko...
by Elloff
20 Oct 2008, 09:38
Forum: Aðstoð
Topic: Veik bótía og "englahár"
Replies: 39
Views: 22412

Búrið er síðan í byrjun maí sl.
Dælan er Tetra Tec 500 minnir mig, tunnudæla, þríf hana mánaðarlega.

Reyndar er stundum brák á yfirborðinu hjá mér, bendir það til of mikillar fóðurgjafar?
by Elloff
19 Oct 2008, 23:51
Forum: Aðstoð
Topic: Veik bótía og "englahár"
Replies: 39
Views: 22412

Efast um að ég gefi of mikið, ég mældi vatnið með tetra test og allir parametrar í lagi, of mikil gjöf ætti varla að orsaka það sem henti bótíuna mína.
by Elloff
19 Oct 2008, 23:42
Forum: Aðstoð
Topic: Veik bótía og "englahár"
Replies: 39
Views: 22412

Búrið er 250 l., vikuleg vatnsskipti upp á 30-40%.
Íbúar:
11 Kardínálar
6 zebra danio
2 sverðdr. + 2 platty
3 Gúbbý
2 Ancistrur
2 randabótiur
4 Aphistogramma sikl.
2 Fiðrildasikl.
1 trúðabótía(látin)
by Elloff
19 Oct 2008, 23:24
Forum: Aðstoð
Topic: Veik bótía og "englahár"
Replies: 39
Views: 22412

Veik bótía og "englahár"

Trúðabótía var komin með stórt sár á síðuna, hún drapst svo við það að ég veiddi hana upp úr. Það var að sjá að það væru pínulitlir hvítir blettir í roðinu á henni. Það er eins og sumir fiskar hjá mér séu með "kláða", sé þetta alltaf af og til og bótían var að láta þannig áður en ég sá að ...
by Elloff
14 Sep 2008, 11:58
Forum: Aðstoð
Topic: Grjóthleðslur
Replies: 11
Views: 9402

Þakka heilræðin.
Hvað er "brikki" afsakið fáfræðina.
Hvaða lím er óhætt að nota í fiskabúrum.
Ef hellarnir eru opnir í báða enda kæra siklíðurnar sig þá ekkert um að búa um sig í þeim?
by Elloff
13 Sep 2008, 18:40
Forum: Aðstoð
Topic: Grjóthleðslur
Replies: 11
Views: 9402

Búrið er uppsett þ.a. ég ætla ekki að fara að setja egg crate í botninn. Hvaða fiskar eru að grafa í sandinn? Ég er m.a. með botiur, fiðrilda- og aphistogrammasiklíður og ancistrur, eru slíkir líklegir til að grafa og valda hruni?
by Elloff
13 Sep 2008, 16:44
Forum: Aðstoð
Topic: Grjóthleðslur
Replies: 11
Views: 9402

Grjóthleðslur

Ætla að setja grjóthleðslu í búrið, tíðkast að líma þetta saman til öryggis?
by Elloff
10 Sep 2008, 19:38
Forum: Aðstoð
Topic: Fiðrildasiklíður
Replies: 5
Views: 5170

Hvernig held ég ph stiginu undir 6 Keli? Hvaða fóðri mælið þið sérstaklega með? Vilja þær hafa felustaði úr grjóti eða eru rætur og kókoshnetur nóg?

Ég skipti um vatn 1x í viku og yfirleitt um 30%, botninn ryksugaður í leiðinni.
by Elloff
09 Sep 2008, 22:49
Forum: Aðstoð
Topic: Fiðrildasiklíður
Replies: 5
Views: 5170

Fiðrildasiklíður

Var að fá mér par af slíkum, eru rétt að jafna sig og kynnast búrinu, apistogramma kallinn minn böggar þær helling en hann var reyndar að fá 2 kellingar í viðbót í sömu sendingu og "hresstist" mikið við það. Hvernig býr maður að fiðrildinum til að fá þær til að hrygna? Apistogramma hefur e...
by Elloff
09 Sep 2008, 22:45
Forum: Aðstoð
Topic: Veikur Zebra danio
Replies: 3
Views: 3154

Gripurinn jafnaði sig, ég saltaði og jók hitann, hvort sem það virkaði eður ei. Það var eins og hann hefði ekki alveg stjórn á vinstri eyrugganum, en nú syndir hann eins hann gerði aður.
by Elloff
03 Sep 2008, 22:06
Forum: Aðstoð
Topic: Veikur Zebra danio
Replies: 3
Views: 3154

Veikur Zebra danio

Einn af sex zebrum er orðinn illa haldinn, syndir um á hlið og tekur reglu lega "krampakennd" sundköst, sér ekkert á honum nema mér finnst glampa mikið á hausinn á honum en það getur verið út af sjónarhorninu þegar hann syndir svona, hinir zebrarnir virðast vera með einhvern pirring í roði...
by Elloff
20 Jul 2008, 16:25
Forum: Aðstoð
Topic: Tærleiki vatns/ormur
Replies: 11
Views: 8411

Kvöld eitt í síðustu viku kom ég heim og þá var vatnið í búrinu orðið krystaltært...... þ.a. þetta hefur ekki verið rótin. En hvað um það ég er hæstánægður með búrið núna.
by Elloff
13 Jul 2008, 20:37
Forum: Aðstoð
Topic: GH Level
Replies: 0
Views: 1648

GH Level

GH er að mælast of hátt hjá mér, er það eitthvað til að hafa áhyggjur af og hvað er til ráða. Eins finnst mér plönturnar ekki vera að dafna eins vel hjá mér upp á síðkastið.
by Elloff
13 Jul 2008, 20:35
Forum: Aðstoð
Topic: Tærleiki vatns/ormur
Replies: 11
Views: 8411

Ég er með 2 litlar ancistrur það er allt og sumt, en ef þetta verður svona þá býst ég við að láta rótina fara og setja eitthvað grjót í staðinn
by Elloff
13 Jul 2008, 16:12
Forum: Aðstoð
Topic: Tærleiki vatns/ormur
Replies: 11
Views: 8411

Það er svona telitað, það eru ekki agnir á floti í vatninu sem grugga það. Þetta er ekki mikið en nóg til að fara í taugarnar á mér.
by Elloff
12 Jul 2008, 22:19
Forum: Aðstoð
Topic: Tærleiki vatns/ormur
Replies: 11
Views: 8411

Afhverju er þá ekki búið að éta alla ormana nú þegar? Þetta er ekki sandurinn, hann er búinn að vera í búrinu frá upphafi, ég geri vatnsskipti vikulega og ryksuga botninn í leiðinni.
Ef að rótin er málið, hvað á ég að gera, taka hana upp úr og útvatna hana eða þreyja þorrann?
by Elloff
12 Jul 2008, 19:50
Forum: Aðstoð
Topic: Tærleiki vatns/ormur
Replies: 11
Views: 8411

Tærleiki vatns/ormur

Ég er að lenda í því að vatnið í búrinu mínu verður alltaf gruggugt, ég skipti um ca 40-50% af vatninu og var það tært fyrst á eftir en svo fór þetta í sama farið, ég er nýkominn með rót í búrið, ég setti hana í vatn eftir að ég keypti hana og litaði hún það ekkert (var í baðinu í 3 klst) og vatnið ...
by Elloff
30 Jun 2008, 19:31
Forum: Aðstoð
Topic: Siklíðuvandræði
Replies: 5
Views: 5114

Ég þakka góð ráð og prófa þetta.
by Elloff
29 Jun 2008, 16:39
Forum: Aðstoð
Topic: Siklíðuvandræði
Replies: 5
Views: 5114

Málið er að allir fiskarnir nema þessir eru mjög sprækir og þrífast vel, hitinn í búrinu er 25 gr. Ég hef enga fiska misst nema 4 kardinálar fóru á fyrstu 2 dögunum.
by Elloff
29 Jun 2008, 16:26
Forum: Aðstoð
Topic: Siklíðuvandræði
Replies: 5
Views: 5114

Siklíðuvandræði

Sæl öllsömul. Ég er með 250 lítra búr, uppsett f. 2 mán., íbúar eru 11 cardinal tetrur, 6 sebra dan., 5 sverðdr./platty, 3 guppy, 2 litlar ancistrur, 3 bótíur og einn skali. Ég lenti strax í þvi að skalarnir hættu að éta, spýttu út úr sér flögunum og snertu þær ekki meir (Tetra min) Þér átu svo sitt...